Afnema Mannanafnanefnd og úrelt lög sem fylgja henni.

Afnema Mannanafnanefnd og úrelt lög sem fylgja henni.

Sú fyrirhyggja sem er orðin föst í lögum að einstaklingur geti ekki breytt nafni sínu eftir eigin geðþótta er einfaldlega brot á mannréttindum. Kennitalan yrði sú sama og er ávallt notuð til að skilgreina persónu þína. Fólk er skýrt eða gefið nafn við fæðingu og er það vel en þegar einstaklingur nær 18 ára aldri á honum að vera frjálst að taka upp hvaða nafn sem honum þóknast. Ríkisvaldið á ekki að geta stjórnað því ef ég vil taka upp annað nafn.

Points

Fyrirtæki geta skipt um nafn vikulega á sömu kennitölu hvort sem það eru íslenzk nöfn eða erlend og hvort það særi blygðunarkennd einhvers eða ekki. Það sama á að eiga við um einstakling. Flestir eru eflaust sáttir við nafn sitt og er það vel en svo eru það aðrir sem vilja breyta nafni sínu hver svo sem ástæðan er og þá á ekki að vera til lög sem hefta þau mannréttindi sama hvað fólki finnist persónulega um þá nafngift sem viðkomandi tekur upp enda er það kennitalan sem identifiar þig sem þegn.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information