Nýtt Hátæknisjúkrahús , það er framtíðarlausnin núna og fyrir næstu kinslóð, börnin okkar.

Nýtt Hátæknisjúkrahús , það er framtíðarlausnin núna og fyrir næstu kinslóð, börnin okkar.

Við þurfum að ákveða að byggja strax nýtt hátækni sjúkrahús sem þegar hefur verið í undirbúningi af síðustu ríkisstjórn, Það á að leggja áherslu á að klára það sem allra fyrst til að geta byggt aftur upp öruggt og gott heilbrigðiskerfi sem við öll eigum rétt á að fá og njóta og vera stolt með.

Points

Það er bæði margfalt ódýrara og betra fyrir lækna og alþjóð að fá nýtt sjúkrahús, heldur en að henda peningum sífellt út um gluggann með því að reyna að laga það sem þegar er orðið ónýtt og heilsuspillandi. Við erum að missa bæði gott starfsfólk og fólk sem er að útskrifast sem læknar núna, og á næstu árum ef ekkert verður gert að viti.

Flestum, sem hafa kynnt sér deiliskipulag lóðarinnar við Barónsstíg, finnst þessar risabyggingar engan vegin passa í þetta umhverfi. Þegar allt er fullbyggt mun byggingarmagnið á svæðinu nema sem svarar 10 Borgarspítölum (300.000 ferm). Í deiliskipulaginu er algjörlega sneitt hjá því að taka afstöðu til aðlögunnar að umhverfinu (sem þó er lögboðið) og hvaða áhrif þessi aukna starfsemi mun hafa á gæði íbúðarhverfanna í kring um spítalann.

Staðarvalið hefur ekki verið kannað né rökstutt á viðunandi hátt. Það þarf að kanna hvaða áhrif mismunandi staðsetning hefur á mengun, búsetu og umferð í Borginni. Margt fleira, svo sem áhrif á almenningssamgöngur og félagslegt umhverfi þarf einnig að kanna miðað við fleiri valkosti.

Framkvæmdartími er áætlaður 10 ár miðað við áætlun síðustu ríkisstjórnar. Miðað við kostnaðaráætlun þarf uþb 10 milljarða á ári þessi 10 ár til að ljúka 1. áfanga. Samkv. rannsóknum (og íslenskum raunveruleika) má búast við að verkið taki lengri tíma en áætlað er og verði >40% dýrara en gert er ráð fyrir. Vegna stærðar framkvæmdarinnar mun spítalinn verða óstarfhæfur að hluta og álagið á íbúðarhverfin í kringum spítalann óþolandi.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information