Lögleidd verði lágmarkslaun

Lögleidd verði lágmarkslaun

Alþingi setji lög um lágmarkslaun sem miðist við raunverulega framfærslu á hverjum tíma. Alþingi setji lög um lágmarkslaun sem miðist við raunverulega framfærslu á hverjum tíma. Framfærslan verði fundin með neyslu og markaðsrannsóknum sem háskólinn annist og uppfærð tvisvar á ári af hagstofu, eftirlitsnefnd skipuð fulltrúum frá stéttarfélögum, vinnuveitendum, ríki og sveit ásamt fulltrúum aldraðra og öryrkja fylgist með framkvæmd. Allar bætur sem lágmarkslaun miðist við þennan grunn framfærslu.

Points

Tryggja verður framfærslu getu fólks

Ísland er auðugt land þar sem enginn þarf að upplifa fátækt né svelta, samt eru margir landsmenn á framfærslu sem varla dugar til nauðþurfta. Tryggja verður með lögum að ekki sé hægt að endurreisa á Íslandi stétt þurfalinga og beiningafólks, né rjúfa friðin með misskiptingu sameiginlegsauðs. Hér er slóð á stuðning við áskorun: https://secure.avaaz.org/en/petition/Althingi_setji_log_um_lagmarkslaun_Vid_skorum_a_Althingi_ad_logsetja_lagmarkslaun_til_samraemis_vid_framfaerslu/?lwsEQhb&pv=0

Reynsla annara þjóða, ríkja og svæða hefur verið sú að launahækkanir til þeirra sem minnst þéna skila sér alltaf nánast að öllu ef ekki alveg að öllu beinustu leið aftur út í hagkerfið. Þegar fólk þarf ekki að fórna nauðsynjum fyrir nauðsynjar þá lifir það betur, er almennt hraustara, og kostar ríkið minna. Það er ekkert sem að mælir gegn því að fólk eigi ekki að þurfa að lýða skort.

Ef störf verða bönnuð þar sem ekki er hægt að greiða lágmarkslaun, þá fækkar störfum í landinu. Það hefur verið mikið böl í löndum einsog á Spáni þar sem atvinnuleysi hefur verið að hindra ungt fólk í þátttöku í atvinnulífinu. Við búum hinsvegar ekki við slík vandamál hérlendis í dag heldur öfugt. Það væri því skoðandi að tengja lágmarkslaun við 4,5-5,5% atvinnuleysi, og þegar atvinnuleysi er undir 4,5% að hækka laun þar til henni er náð og öfugt við 5,5% atvinnuleysi.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information