Bætt umferðaröryggi á Fjarðarhrauni

Bætt umferðaröryggi á Fjarðarhrauni

Umferðin á fjarðarhrauni er oft mjög mikil og oft erfitt að komast þar inn á. Á hringtorginu við Flatahraun/Fjarðarharun/Bæjarhraun eru of margar leiðir út úr torginu sem gerir það mjög varasamt. Væri eðlilegast að loka því við Bæjarhraun og setja svo í staðinn hringtorg við Hjallahraun en þar er oft mjög erfitt að fara inn á Fjarðarhraunið.

Points

Í kingum Fjarðarhraun er búið að skapast mikill þjónustukjarni á síðustu árum, bæði með verslunum, veitingastöðum o.fl.. Umferðin á þessum slóðum er hins vegar mjög mikil og oft erfitt að komast þar um. Það er alls ekki nógu gott að hafa Bæjarhrauns arminn á hringtorginu þar sem honum er í raun troðið á milli og skapar þar með hættu. Með hringtorgi við Hjallahraun/Fjarðarhraun/Bæjarhraun tengist þjónustan mun betur sem er sitt hvoru megin við Fjarðarhraunið.

Annað mál, í þessu iðnaðarhverfi, menn sem aka um þetta hverfi meiga alveg fara að hugsa sinn gang. ég fer mikið um þetta hverfi sjálfu hjólandi eða gangandi. Ég hef hjólað mikið um höfuðborgarsvæðið, en þessi hluti hafnarfjarða er að mínu mati hættulegasti staðurinn á öllu höfuðborgarsvæðinu, umferðarmenningin sú allra versta. Það eru ekki nema 2 mánuðir síðan að ég var keyrður niður á hjólinu mínu, samt var ég uppi á gangstétt, hætti mér ekki á göturnar á hjólinu mínu í þessu hverfi.

Hvað er að frétta með þessa gangbraut yfir Fjarðarhraunið við Bónus og KFC? gangbraut á stað þar sem er beyjuakrein. bílar sem eru að fara norður Fjarðarhraunið og ætla að beyja inná Hjallahraun þurfa að stoppa fyrir suðurumferð, á sama stað eru kanski fótgangandi á gangbraut og er þar með í lífshættu ef bíllnn er stór þá sér sá sem er fótgangandi ekki bílana sem eru á norðurleið. Fjarðarhraunið er til skammar fyrir Hafnarfjörð.

Þetta er snilldarhugmynd, maður hefur oft verið að velta því fyrir sér hver hannaði þetta hringtorg hjá Kaplakrika því tengingin við Bæjarhraun er fáránleg.

Ég mæli frekar með því að hringtorgið verði stækkað og þá hægt að hafa lengra á milli afreina. þá komast líka fleiri bílar fyrir í hringtorginu og bil á milli þeirra lengist.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information