Hringstígur umhverfis Hafnarfjörð, bæði hjóla og göngustíg.

Hringstígur umhverfis Hafnarfjörð, bæði hjóla og göngustíg.

Koma upp góðum göngustíg og hjólastíg umhverfis bæjarfélagið, gæti legið meðfram ströndinni, framhjá álverinu, undirgönginn þar upp í almenninginn framhjá iðnaðarsvæðinu þar, inn í skógræktina yfir hraunið fram hjá Stórhöfða að Hvaleyrarvatni þar yfir hálsinn. Nota landslagið til að búa til fallegan og áhugaverðan stíg, hægt að koma upp upplýsingaspjöldum um ýmislegt á leiðinni.

Points

Er hægt að sjá af hverju þessu var hafnað?

Það vantar rök með því að þessu sé hafnað! Þetta er mjög góð tillaga, vil bæta við hana að hjólastígur umhverfis bæinn sé eins og braut sem aðrir stígar tengist á, helst með 2 akstursstefnum svo óhætt sé að hjóla aðeins hraðar en innanum gangandi fólk og bifreiðar.

Byggja Hafnarfjörð upp sem útivistabæ, gera mikið úr náttúrufegurð, Við eigum mikla möguleika sem ferðamannabær, en það kostar og bæjarfélagið verður að ganga fram. Hægt er að vera með leigu á ýmsum hlutum tengt þessu, byggja upp ýmsa þjónustu ef viljinn og þor er.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information