Siðblindupróf fyrir þingmenn

Siðblindupróf fyrir þingmenn

Allir nýir þingmenn verða að gangast undir siðblindupróf. Mér skilst að bæði geðlæknar og sálfræðingar sjái um að framkvæma svoleiðis próf, sem er frekar staðlað. Einnig langar mig að það verði lögfest að þeir sem greinist siðblindir megi ekki sitja á þingi, Ef eitthver dettur út af þingi vegna þessa, þá væri hægt að taka inn næsta mann á lista í þeim flokk og því kjördæmi sem hann tilheyrir.

Points

Hvað svo, greindarvísitölupróf?, persónuleikapróf? Asnalegt

Það var sýnd mynd í sjónvarpinu fyrir 2-3 árum þar sem fram kom að það er hægt að sjá siðblindu með því að taka röntgenmynd af höfði :)

Það væri nú samt snild að setja einfalt STÆ próf á þetta lið, þó ekki nema til að sjá hvort það sé fjármála læst. :)

Ef að þú ert nógu klókur til þess að komast á þing held ég nú að þú sért nógu klókur til þess að svindla þér í gegnum staðlað siðblindupróf...

Fólk sem er siðblint sækist í valdastöður en það er staðurinn sem það ætti ekki að vera í. Siðblindur maður á þingi er að öllum líkindum ekki með almannahagsmuni í fyrirrúmi. Góður þingmaður þarf að geta sett sig í spor allra samfélagshópa til að skilja hvað það er sem að hann getur gert sem þingmaður til að gera þjóðfélagið betra, þetta er eitthvað sem að siðblindum skortir. Lög á borð við þessi gætu hafa komið í veg fyrir hitt og þetta á sínum tíma.

34. gr. stjórnarskrár Íslands segir: [Kjörgengur við kosningar til Alþingis er hver sá ríkisborgari sem kosningarrétt á til þeirra og hefur óflekkað mannorð.]1) Auk þess má minna á þagnarskyldu lækna sem er ekki síður mikilvæg. N.b. það má svosem skilgreina betur hvað átt er við með "óflekkað mannorð" (sjá td. Árna Johnsen). 1) vitnar í http://www.althingi.is/altext/106/s/pdf/0221.pdf

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information