Samstarf milli skóla/leikskóla og hjúkrunar/elliheimila

Samstarf milli skóla/leikskóla og hjúkrunar/elliheimila

Það mætti koma á fót samstarfi eða vinasamböndum milli yngstu og elstu íbúanna okkar. Þetta væri t.d. hægt að gera með gagnkvæmum heimsóknum þar sem hægt væri að efla kynnin, þau eldri gætu sagt börnunum frá ýmsum hlutum eða kennt þeim eitthvað eins og í handavinnu, söng eða öðru og börnin sýnt eldra fólkinu hvað þau eru að gera. Þetta gæti haft kosti í för með sér fyrir báða hópa.

Points

Þetta er mjög sniðugt og er þegar gert á allavega tveimur leikskólum hér í bæ.

Mörg börn eiga ekki langömmur eða langafa á lífi eða búa mjög langt frá þeim og kynnast því ekki þeirra reynslu eða lífi sem var trúlega mjög ólíkt. Að sama skapi er sumt eldra fólk einangrað og myndi e.t.v. njóta þess að hitta börn og geta miðlað til þeirra því sem það kann og sjá hvað þau hafa fram að færa. Gaman væri t.d. að bjóða eldri íbúum á opna daga eða á sýningar í skólunum. Þetta gæti bæði haft skemmtanagildi og fræðslugildi og unnið gegn því að kunnátta tapist á milli kynslóða.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information