Lágmarksframfærsla.

Lágmarksframfærsla.

Sett verði lög um lágmarksframfærslu. Hún þarf að vera vísitölutryggð. Atvinnuleysisbætur, laun, örorkulifeyrir og ellilífeyrir má ekki vera undir þessari lágmarksframfærslu. Öll tekjutenging við maka verði afnumin, t.d. eins aðstoð sveitarfélaganna og fleira.

Points

Það þarf að tryggja öllum lágmarks framfærslu. Menn geta verið ófærir um að sjá sér farborða af ýmsum orsökum. Ég tel að það hafi verið framfaraspor að reikna út neysluviðmið. Hér getur hver reiknað út neysluviðmið velferðarráðuneytisins: https://www.velferdarraduneyti.is/neysluvidmid/

Hvað er átt við með því að atvinnuleysisbætur megi ekki vera lægri en lágmarksframfærsla? Myndi lágmarksframfærsla ekki koma í stað atvinnuleysisbóta? Er það ekki almennt hugsunin að lágmarksframfærsla séu ein föst fjárhæð sem allir fá greidda, en í stað væri hægt að afnema atvinnuleysis- og öryrkjabótakerfið?

Þetta er sama hugmynd og hugmynd um borgaralaun eða grunnframfærslu (basic income).

Á ríkið bara að skaffa öllum lágmarks framfærslu og all sem fólk þénar sé bara bónus. Til að spreða í lúxus og fínerí? Er þetta ekki frekar letjandi kerfi? Og hvaðan á að fá pening til að tryggja þetta? Hljómar eins og útópísk óskhyggja sem seint verður framkvæmanleg.. því miður...

Jú fyrrverandi ríkisstjórn gerði helling í því að skerða lífskjör fólks. Síðan settu þessir snillingar upp reiknivél á vef velferðarráðuneytisins svo fólk gæti séð hvað það ætti að hafa á mánuði (utan við húsaleigu) til að komast af. Samkvæmt því sem sú reiknivél sýnir, þá eru allir þeir sem fá almennan lífeyri, langt undir viðmiðunarmörkum þessarar reiknivélar. Fyrsta skrefið á að sjálfsögðu að vera það að bæta lífeyrisþegum upp þennan mismun.

Það eru sjálfsögð mannréttindi að fólk geti lifað mannsæmandi lífi. Að undanförnu hefur verið mikil fátækt hér á landi. Fleiri þúsund fjölskyldur hafa þurft að leita sér aðstoðar hjá Fjölskylduhjálpinni, Rauða krossinum, mæðrastyrksnefndum og fleiri slíkum hjálparsamtökum. Hef orðið vitni að því að fólk er að leita sér af mat í ruslutunnum í miðborg Reykjavíkur. Atvinnuleysi er mikið og það eru ekki störf fyrir alla. Fyrrverandi ríkisstjórn gerði ekkert í þessum málaflokki.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information