Hraðbanki á Vellina

Hraðbanki á Vellina

Lengi hefur vantað Hraðbanka á Vellina. Þó svo að gjaldið vegna notkunar þeirra sé orðið himinhátt.

Points

Gott væri að geta skroppið út í Hraðbanka á Völlunum. Stundum vantar seðla td. vegna Kaup/Sala, Lakkrís sem seldurtil styrktar eh. félags, barnaafmælis eða þh

Hraðbanki á Völlum væri mikil þjónustuaukning við bæði Vallahverfi og Áslandshverfi. Í raun er merkilegt að ekki skuli núþegar vera kominn hraðbanki á svæðið. Hefði haldið að einhver bankanna sæji hag sinn í að þjóna svo stóru íbúasvæði. Íbúafjöldinn er meiri en í mörgum smærri bæjarfélögum úti á landi. Með því að setja hraðbanka í hverfið væri viðkomandi banki að sýna íbúum hverfisins að hann vilji eiga viðskipti við þennan hóp fólks.

Hverfið fer ört stækkandi og það er allt of langt að fara niður í miðbæ Hf og það þarf að bæta þjónustuna við Vallarbúa.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information