Verslun í Gunnukaffi

Verslun í Gunnukaffi

Ágætt er að hvetja íbúa og fjarbúa á Flteyri og þá sem heimsækja Flateyri að gera sem mest af mögulegum innkaupum í Gunnukaffi. Þar er gott úrval af flestum þeim vörum sem við þurfum á að halda í daglegri notkun.

Points

Það er Flateyri og íbúum hér mjög mikilvægt að á Flateyri sé starfrækt verslun. Verslun sem þessi er ekki eingöngu mikilvæg þjónusta við íbúa heldur einnig mikilvægur stólpi í félagslífi þorpsins. Það er að auki gott úrval í versluninni bæði af nauðsynlegum dagvörum en einnig af öllu því sem þarf til að gera gott partý, henda í köku, gúmmelaði fyrir kósíkvöldið og svo má ekki gleyma ágætis grillmat. Verslun í heimabyggð!

Það væri gott ef auðveldara væri að treysta á vöruúrval og gæði þjónustu á Gunnukaffi.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information