Göngustígakerfi í Mosfellsdal

Göngustígakerfi í Mosfellsdal

Öflugt göngustígakerfi í Mosfellsdal sem tengir saman hverfin og helstu náttúruperlur og gönguleiðir og auðveldar þannig aðgengi, eflir samfélagið og eykur öryggi en núverandi göngustígur sem liggur allveg við Þingvallaveg er hættulegur gangandi vegfarendum. Með göngustígakerfi í Mosfellsdal er stigið skref í heilsueflandi bæjarfélagi og styður auk þess við heimsmarkmið sameinuðu þjóðanna í mörgum liðum.

Points

Veruleg hætta er af þeim göngustíg sem núna er til staðar meðfram þjóðveginum þar sem umferðahraði er allt of mikill. Einnig er vantar annan göngustíg niður dalinn sem gefur meira næði.

Aukið umferðaröryggi íbúa og annarra sem þar dvelja eykst til muna með tilkomu göngustíga auk þess sem göngustígar milli hverfa munu auka gæði og öryggi vistvænna ferðamáta, draga úr umhverfisáhrifum og stuðla að breyttum ferðavenjum sem styður við heilsueflandi samfélag og er hagur allra íbúa Mosfellsbæjar. Framkvæmdin styður auk þess við umhverfisstefnu Mosfellsbæjar sem er gerð með hliðssjón af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information