Samkomuhús Flateyringa - viðhald

Samkomuhús Flateyringa - viðhald

Samkomuhús Flateyringa þarfnast viðhalds, það liggur í raun undir skemmdum Mögulega gæti Skúrin samfélagsmiðstöð tekið að sér að vera einskonar umsjónaraðili með framkvæmdum, sótt um styrki til slíks og nýtt húsið í framhaldinu fyrir ýmiskonar námskeið, fundi og annan mannfagnað. Laga þarf glugga og hurðir, rafmagn og pípulagnir, mála það að innan og kaupa græjur sem nýta mætti til funda- og námskeiðishalda og margt fleira skemmtilegt.

Points

Samkomuhúsið stendur oft ónotað á kvöldin og um helgar, það mætti nýta húsið mun meira fyrir fjölbreytta og skemmtilega viðburði sem nýtist bæjarbúum til frekari uppbyggingar atvinnulífs, námskeiða og annarra skemmilegheita

Samkomuhúsið er farið að láta verulega á sjá hvað varðar viðhald bæði að innan og utan, gera þarf endurbætur sem fyrst svo viðhaldskostnaður haldist í lágmarki þegar fram líða stundir, svo ekki sé minnst á betri nýtingu á því á kvöldin og um helgar

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information