List og tónlistarhús + ráðstefnusalur við íþróttahúsið

List og tónlistarhús + ráðstefnusalur við íþróttahúsið

Ég legg til að byggt verði lista-og tónlistarhús + ráðstefnusal/leikhús við suðurhluta íþróttahússins. Það væri innangengt úr Árskóla og hægt að kenna leiklist, tónlist, myndlist og dans í húsinu ásamt hátíðarsal og ráðstefnusal fyrir Skagafjörð. Húsið væri hægt að notast sem leikhús og bíósalur á kvöldin. Við endann á húsinu (sunnanmegin) mætti svo vera gróðurhús og bæði heimilis-og náttúrufræðistofa. Hægt væri að virkja Sauðána og fá rafmagn í gróðurhúsið til að gera þetta sjálfbært.

Points

Listgreinar eru ein mest ört vaxandi atvinnugreinin í heiminum. Gróðurhús myndi ýta undir hollari mat í skólanum (því það sem væri ræktað væri borðað). Tónlist væri í forgrunni í tónlistarfirðinum Skagafirði, Það vantar hátíðarsal (menningarhús) í bæinn og tilvalið að tengja það skólanum og staðsetja í miðjann bæinn, tengt öllu skólastarfi og hóteli.

Húsið gæti verið ⚡️knúið af ☀️ sólarorku eða með því að virkja Sauðánna og þá væri þetta alveg sjálfbært. Hægt væri að safna 🌧 og vökva með vatni sem safnast af þaki svo eitthvað sé nefnt💧. Þannig læra nemendur 🌿sjálfbærni, að rækta mat 🍅🥒🥬, hollustu og kæmust í betri tengsl við náttúruna 🕷🕸🐛🦋🐌🐝 með gróðurhúsinu... en lærðu samvinnu, samskipti og skapandi hugsun í rýmum sérstaklega útbúnum fyrir leiklist, tónlist, myndlist og dans.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information