Samfélagshús

Samfélagshús

Garðbæinga vantar samfélagshús eins og þekkjast í kringum okkur, t.d. Aflagrandi (https://reykjavik.is/stadir/samfelagshusid-aflagranda-40). Ég legg til að bærinn komi upp og reki slíkt hús og til þess þarf ekki einu sinni 10% af því sem fer í íþróttastarfsemina, kannski 1%? Fjöldi bæjarbúa vill eflaust geta sótt menningarviðburði, fyrirlestra, samveru, námskeið, skemmtun o.s.frv. Hugum að andanum, heilbrigðri sálarinnar.

Points

Þótt bókasafnið hafi reynt að vera með einhverja viðburði hentar húsnæði þess illa fyrir slíka starfsemi. Við erum hvorki bær, með samkomuhús, né sveit, með félagsheimili. Safnaðarheimili kirkju er ekki fyrir alla. Samfélagshús/félagsheimili þarf að vera miðsvæðis. Bæjarfélagið hefur lagt mikla fjármuni í uppbyggingu og viðhald íþróttamannvirkja - en menningin fær lítið. Það eru ekki allir Stjörnuvitlausir :) Nýtum sýningarsalinn (fyrrum líkamsrækt) eða húsnæði Hönnunarsafnsins.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information