Vegtenging milli Skagafjarðar og suðurlands.

Vegtenging milli Skagafjarðar og suðurlands.

Vegtenging milli suðurlands og Skagafjarðar yrði gífurleg lyftistöng fyrir allan Skagafjörð og víðar. Almennilegur uppbyggður heilsársvegur sem tengja myndi Skagafjörð við suðurlandið myndi hafa gífurleg áhrif á ferðaþjónustu í firðinum ásamt því að minnka kostnað og auðvelda flutninga milli landshlutanna. Vegur sem kæmi niður Goðdalafjallið niður á veg 752 (Skagafjarðarveg) í Lýtingsstaðahreppi hinum forna færi um mjög snjólétt svæði sem hægt yrði að nota mestallt árið.

Points

Þótt árið í ár sé ekki svipur hjá sjón í ferðamennsku vegna Covid-19 þarf að hugsa til framtíðar. Góður uppbyggður heilsársvegur yfir Kjöl sem kemur niður hjá Gullfossi og Geysi myndi opna á mikið flæði ferðamanna til að skoða náttúruperlur Skagafjarðar. Á suðurlandinu er í raun alltof mikið af ferðamönnum í venjulegu ári og fólk farið að forðast þaulsetnustu staðina. Mikil uppbygging myndi eiga sér stað í Skagfirskri ferðaþjónustu ef slíkur vegur yrði byggður ásamt fleiri möguleikum.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information