Meðalævilengd eykst til yfir 100

Meðalævilengd eykst til yfir 100

Framfarir í læknisþjónustu munu verða til þess að aldursbundin meðalævilengd mun taka stökk og verða yfir 100 eftir 10 ár

Points

Til viðbótar við framfarirnar í lækn.þ. eru sífeltt fleiri sem huga miklu betur að matarræði, hreyfingu og allri almennri hollustu(reykingar fara minnkandi etc.) en það eitt og sér eykur líflíkur mikið. Tekur þó aðeins lengri tíma en 10 ár að ná 100 ára meðalævi...

Þróunin mun líklega verða í þessa átt, á móti gæti fæðingartíðni í ákveðnum löndum lækkað og þá mun aldurshlutfall íbúa hækka þ.e.a.s. hærri % íbúa eru á eldri árum þar sem margir fæddust í þeim árgang en færri yngri einstaklingar verða til staðar t.d. til að sinna umönnun

Ekki ólíklegt. Fjöldi vísindamanna eru nú að vinna að gera manninn ódauðlegan. Hvenær sá vendipunktur kemur, ef hann kemur einhvern tímann, þá mun þróun lífvísinda verða þannig næstu árin að meðal aldur hækkar verulega. Þetta mun skapa verulega siðferðisleg viðfangsefni í breyttum samfélögum.

Það eru fleiri en einn straumur sem munu sameinast um þetta afrek. Gervigreind mun hjálpa til við að greina og fyrirbyggja sjúkdóma og janframt minnka tímann við þróun nýrra lyfja. Nanótækni mun gefa nákvæmari mælitæki og nýjar leiðir til að uppræta sjúkdóma. Fjarheilsuaðferðir á borð við netfund með lækni, spjallmenni stýrð af gervigreind og snjöll mælitæki inn á heimilum munu svo auka aðgengi að læknisþjónustu og hjálpa við að fyrirbyggja og greina snemma aldurstengda sjúkdóma.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information