Undirgöng Grænásbrekka.

Undirgöng Grænásbrekka.

Vantar undirgöng í Grænásbrekku. Væri til í að sjá göng undir veginn útfrá göngustíg í Ásahverfi. Neðan við Völás og ofan við Selás. Göngustígur mundi þá tengjast bið göngustíg norðan megin við Grænásbrekku.

Points

Umhverfis og skipulagsráð tók hugmyndina fyrir á fundi sínum og bókaði um hana: Umhverfis- og skipulagsráð þakkar framkomna hugmynd. Gatnaskipulagið er í endurskoðun á þessu svæði.

Þar sem mikil og hröð umferð er um Grænásbrekkuna þarf að bjóða börnum í Ásahverfi öruggari leið í skóla og tómstundir. Undirgöng á þessum stað bæta öryggi gangandi og hjólandi auk þess sem þau opna á skemmtilega tengingu við útivistarsvæðið sem er að myndast ofan við Gónhól.

Algjörlega kominn tími til. Það er mjög þung umferð í Grænásbrekkunni og gangandi vegfarendur þurfa að fara þarna yfir. Börn sem búa í hverfinu og einnig þau sem búa í Innri Njarðvík þurfa að fara götuna til að sækja tómstundir og skóla. Það er því áríðandi að bæjaryfirvöld geri betrumbætur á þessu svæði áður en alvarlegt slys verður á þessum stað. Það er ekki spurning um hvort heldur hvenær.

Alls ekki gott aðgengi úr þessu hverfi. Er mjög búið að aukast mjög umferð gangandi yfir Grænásbrekku. Sérstaklega eftir velheppnaðan göngustíg um Njarðvíkurskóga.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information