Afsláttur til tónlistar- og annarra listamanna.

Afsláttur til tónlistar- og annarra listamanna.

Reykjanesbær slái verulega af leigugjaldi húsakynna sinna til tónlistarfólks og annara listamanna sem hafa áhuga á að bjóða upp á sýningar hér í Reykjanesbæ.

Points

Með því að bjóða listamönnum upp á afslátt af leygugjaldi í húsakynnum Reykjanesbæjar, má ætla að þeir hefðu meiri áhuga á að nýta sér þau. Slíkir viðburðir geta átt stóran þátt í að laða til okkar aðkomufólk sem gera má ráð fyrir að nýti sér þá jafnframt í leiðinni aðra þjónustu sem hér í bænum er veitt og borgað er fyrir. Við vitum öll að það kostar peninga að skapa peninga, en ætla má að það væri vel þess virði að láta á þetta reyna í óákveðinn tíma í stað þess að láta húsnæðin standa auð.,

Menningar- og atvinnuráð tók hugmyndina fyrir á fundi sínum og bókaði um hana: Menningar- og atvinnuráð þakkar framkomna hugmynd. Félög hafa þegar haft afnot af húsnæði og veittir eru menningarstyrkir árlega.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information