Gróðursetning trjáa í Innri Njarðvík

Gróðursetning trjáa í Innri Njarðvík

Víðsvegar er gert ráð fyrir að koma fyrir skjólbeltum þvert á ríkjandi austlægar vindáttir, skjólmyndana og jákvæðra umhverfisáhrifa.

Points

Ásamt því að gróðursetja fullt í innri Njarðvík þá væri flott að gróðursetja meðfram Reykjanesbrautinni frá stapa og að Fitjum, minnkar umferðarhljóðin frá brautinni og býr til skjól , þú sérð þetta mjög oft erlendis til að minnka umferðarnið frá stórbrautum. Einnig væri flott að gróðursetja meðfram stapabrautinni sömu megin og iðnaðarhúsnæðin eru til að fela þau ( ekkert fallegt við iðnaðarhúsnæði) :)

Hljóðdempandi, skjólsælla - veitir ekki af, ásýnd bæjarins fallegri, tala ekki um þegar að túristarnir mæta aftur og þurfa hér framhjá. Held að við fáum fleiri túrista inn í bæinn okkar ef umhverfið er fallegt og snyrtilegt

Ásýnd bæjarins yrði töluvert betri. Hverfið virðist bert og illa hirt og endalaust rok og moldarfok hér .. Væri hægt að gróðursetja greni og furu í möninni við Reykjanesbrautina eins og gert er í Hafnarfirði.. Einnig er hálf mönin ókláruð og standandi moldarflag. Einnig er blettur á milli Stapabrautar og engjadals á horninu nær kambinum sem er bara mold og steinar. Væri hægt að gera fallegtann lítinn skrúðgarð þar ? Það myndi gleðja bæði íbúa og gestkomandi að hafa lítið skógarrjóður og bekk þar

Umhverfis og skipulagsráð tók hugmyndina fyrir á fundi sínum og bókaði um hana: Umhverfis- og skipulagsráð þakkar framkomna hugmynd. Gróðursetning er á áætlun.

Dregur úr styrk austanáttar í hverfinu ( skjólmyndun) , jákvæð umhverfisáhrif, dregur úr skaflamyndun og bætt ímynd bæjarins.

Ásýnd bæjarins verður fallegri með gróðursetningu trjáa. Veitir skjól, aukin kolefnisbinding og bætt umhverfi fyrir alla íbúa. Væri til í að sjá Innri Njarðvík eins og Hveragerði eða Mosfellsbæ með fullt af trjágróðri og fuglasöng :)

Það hefur margsannað sig að tré og annar gróður getur lifað góðu lífi í seltu og ekki svo skjólsælu umhverfi í Innri Njarðvík. Lítið hefur verið gróðursett af trjám í Dalshverfi 1 og 2 og mætti taka verulegt átak í gróðursetningu á þessu svæði. Gróðurinn hefur mikið að segja varðandi skjólsæld og fegrar umhverfið um leið. Gróðursetningin í Tjarnarhverfi hefur sett fallegan svip á hverfið og dafnar vel.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information