Göngu og sögu app.

Göngu og sögu app.

App í símann sem er með upplýsingum um sögulega staði og byggingar í Reykjanesbæ. Fólk fær stig þegar það merkir við hvern stað. Getur borið saman við aðra. Fólk getur sett inn myndir af td. gömlum húsum og sett inn upplýsingar hver byggði og/eða hver bjó þarna. Gert í samvinnu við söguritun. Hægt að virkja fólk til að taka myndir og setja inn upplýsingar. Setja inn gamlar myndir úr safni bæjarinns sem fólk getur skoðað þegar það er statt á staðnum þar sem myndin var tekin.

Points

Menningar- og atvinnuráð tók hugmyndina fyrir á fundi sínum og bókaði um hana: Menningar- og atvinnuráð þakkar framkomna hugmynd.

Gerir gönguferðir skemmtilegar og einnig hægt að hafa á fleiri tungumálum til upplýsa ferðamenn framtíðar um bæinn. Einnig hægt að safna saman sögum hjá eldra fólki frá ákveðnum stöðum. Við og við settir inn nýjir staðir og nýjar sögur fyrir næstu göngutúra. Hafa virkan ábendingavef svo appið geti þróast með fólkinu í bænum. Hægt væri að hafa krakkaútgáfu til að virkja hreyfingu barna.

Góð hugmynd. Aldrei of mikið gert í að nýta nútímatækni til söfnunar sögulegra upplýsinga og fræðslu fyrir almenning. Spurning hvort hægt væri að byggja á kerfum sem eru þegar til eins og t.d. Google Maps. Þar er í raun hægt að gera þetta en svona app myndi gera það mun þægilegra og áhugaverðara fyrir fólk.

Frábær hugmynd, hægt væri að bjóða upp á flokka eftir áhugasviði t.d Sögur/uppeldisheimili af tónlistarfólki, saga íþrótta/ Ungmenna/Verkalýðsfélaganna.. Eins væri hægt að flokka eftir aldursbilinu, fjölda í hóp og tímalengd o.s.frv

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information