Ný brú við Starrastaði.

Ný brú við Starrastaði.

Fyrir fáeinum árum þegar bundið slitlag var lagt að Stekkjarholti var tekin sú ákvörðun að geyma endurnýjun brúar við Starrastaði. Það er löngu tímabært að byggja nýja tvíbreiða brú á betri og hættuminni stað en sú sem nú er. Öðru megin við gömlu brúna er blindhæð og hinumegin blindbeygja og þar að auki eru ævinlega vandamál með snjósöfnun á og við hana. Þessi brú þarf að fara inn á aðalskipulag til að Vegamálastjóri og ráðherra viti af þörfinni sem svo sannarlega er til staðar þarna.

Points

Mikil umferð er dag hvern allt árið um þessa brú, fólk á leið til vinnu, börn á leið í skóla, þjónustuaðilar fyrirtækja og einstaklinga koma og fara o.s.frv. Hún er varasöm af ýmsum ástæðum, t.a.m. er hún einbreið sem í sjálfu sér veldur hættu og vegna blindaðkomu báðumegin frá eykst sú hætta mikið. Annað sem veldur mikilli hættu (og þá sérstaklega fyrir ókunnuga) er sú staðreynd að vegna umhverfis brúarinnar myndast þarna mjög miklir sviptivindar.

Það þarf að setja aðra staðsettningu á þessa brú og tvöfalda, aðkomann að brúnni eins og hún er núna er mjög varasöm.

Ég held að það hafi alltaf verið inni í myndinni Marta og í raun alveg bráðnayðsynlegt. Þannig væri líka hægt að komast framhjá snjóakaflanum sem ævinlega er sunnan við Arnastapann.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information