Auðlindir sem Ísland býður upp á

Auðlindir sem Ísland býður upp á

Auðlindir Íslands skulu vera í eigu þjóðarinnar. Heimilt er að nýta þær með samingum við ríkið gegn sanngjörnu gjaldi sem skilar arðsemi til þjóðarinnar. Þó megi leigutakar einnig hagnast á fyrirtækjarekstri sínum sem snýr að nýtingu auðlindanna. Tryggja skal að rafmagn, heitt og kalt vatn sé aðgengilegt öllum heimilum á Íslandi á eins lágu verði og hægt sé! Það er fyrir öllu að afnot af grunn auðlindum Íslands séu ekki íþyngjandi í kostnaði fyrir þegna landsins

Points

Þetta er okkar þjóðareign og því skal hver og einn íslendingur njóta að jöfnu, án ýþyngjandi gjalda og kostnaðar

Mikilvægt að vatn sé almennt ekki í einkaeigu. Bæði til að tryggja að það sé ekki ofnýtt og koma í veg fyrir að það spillist, enginn geti spillt vatni fyrir öðrum. Vatn er eitthvað það dýrmætasta sem til er og það ber að vernda það og gæta þess með öruggum hætti. Til að tryggja að svo sé þarf þjóðin að hafa óyggjandi eignarhald á því og einkaaðilar geti bara samið um tímabundna nýtingu, sem getur ekki gengið kaupum og sölum.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information