Bætt öryggi á reið- og útivistarstígum á Álftanesi

Bætt öryggi á reið- og útivistarstígum á Álftanesi

Leggja þarf áherslu á örugga reið- og útivistarstíga á Álftanesi. Það ætti að vera forgangsatriði að lagfæra og viðhalda reiðstígum og útivistarstígum þannig að allir sem þá nota geti notið útivistar á öruggan hátt. Yfirlag hefur víða skolast í burtu og eftir standa grýttir stígar sem eru illfærir fyrir gangandi og ríðandi umferð.

Points

Mjög þarft verkefni öryggisins vegna !

Það er varasamt að ganga og hjóla flesta stígana við sjóinn á Álftanesi, en þó sérstaklega við Blikastíg. Þetta getur líka haft áhrif á hestaíþróttina, en það er hópur ungs fólks sem hefur áhuga á að efla starfið.

Dæmi eru um slys á fólki, t.d. úlnliðsbrotnaði barn eftir að hestur hnaut um grjót og barnið féll af baki.

Það verður að bæta öryggi á reiðstígum á Álftanesi og bæta við reiðvegum svo hestafólk þurfi ekki að fara utan vegar eða á malbiki langar leiðir, t.d. hlaut dóttir mín úlnliðsbrot í sumar vegna þessa. Stór hluti knapa eru börn og fólk að taka sín fyrstu skref í hesta íþróttum.

Nú eru margir útivistastígarnir, sérstaklega meðfram bökkunum mjög grýttir og torfærir. Á þá vantar meðal annars yfirlagið sem skolaðist burtu í stórflóði síðastliðinn vetur og ekki hefur verið lagfært. Þeir eru því bæði hættulegir ríðandi og gangandi umferð. Eldra fólk er t.d. hætt að ganga ákveðna vegakafla vegna þess. Það er synd því leiðin hefur "alltaf" verið mjög vinsæl til útivistar meðal allra, þar eru m.a. bekkir til að tilla sér á og njóta fallegrar náttúru og dýralífs.

Sammála þetta eru mikið notaðir stígar og þurfa að vera öruggir fyrir fólk og hesta og að þeir fái betra reglulegt viðhald. Ég hef bæði orðið vitni af því að gangandi eldri maður hafi hrasað á stórgrýttri gönguleið við Blikastíg og svo var ung stúlka sem datt nýlega af baki og braut hendi á stíg við Jörvaveg þegar hesturinn hennar hnaut um hnullung. Hestamenn kvarta mikið um hvað reiðleiðirnar séu hættulegar út af grjóti.

Nauðsynlegt að koma í lag og halda í lagi, svo að íbúar megi njóta náttúrunnar hérna á Nesinu fagra, bæði gangandi og á hestum

👍 Einstakt svæði til útivistar , fyrir hestamenn og aðra. Það þarf að passa vel upp á að þetta sé í lagi og viðhaldi sinnt til þess að koma megi í veg fyrir óþarfa óhöpp. Sólarlagið á Álftanesi gerist ekki mikið fallegra. Þá er sérstaklega vinsælt að ganga þessa stíga , ekki bara af íbúum Álftaness heldur fólki sem gerir sér sérstaklega ferð á nesið til að njóta 😉

Þarf ekki mikinn tilkostnað að færa þessa stíga í það horf að sómi sé að, bæði hestar og fólk er í stórhættu á þessum stígum.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information