Hljóðvist og leki frá glerþaki á Garðatorgi 7

Hljóðvist og leki frá glerþaki á Garðatorgi 7

Íbúar á Garðatorgi 7, hafa fagnað því að sjá aukið mannlíf á torginu með tilkomu Sveinatungu. Hinsvegar viljum við benda á að hljóðvist þar er mjög ábótavant og leki frá glerþakinu takmarkar einnig nýtingu torgsins til ýmissa viðburða. Því förum við þess á leit að í fjárhagsáætlun bæjarins verði gert ráð fyrir framlagi til úrbóta þessara hluta. F.h. Garðatorgs 7, húsfélags (íbúðahlutans) Ingjaldur Ásvaldsson formaður Guðjón Torfi Guðmundsson gjaldkeri Jóhanna Jónsdóttir ritari

Points

Löngu tímabært- einnig þyrfti að skoða klukkuturninn eitthvað. Tími klukkunnar er valkvæður og fer eftir því frá hvaða horni maður kemur að henni.

Með tilkomu Sveinatungu og þeirrar góðu aðstöðu sem þar er til staðar hefur viðburðum á torginu fjölgað og menning og mannlíf þar breyst til hins betra. Bæjarþingsalurinn á að vera stolt hvers bæjarfélags og nýgerð Sveinatunga stendur vel undir því merki.

Undirritaður er íbúi að Garðatorgi 7. Ég er mjög sammála því sem stjórn húsfélagsins að Garðatorgi 7 (íbúðahlutans), hefur sett hér inn. Úrbóta er þörf varðandi leka frá glerþaki svo og hljóðvistina. Ingólfur Dan Gíslason, íb. 406

Hef átt ágæt samtöl við bæjarstjóra um þetta mál og finnst löngu tímabært að farið verði í þessar framkv. Vegna lekans getur orðið mjög hált á efstu svölum (vatn/ís) og þar með hættulegt íbúum og ekki hvað síst gestum. Ég minni á að þegar okkur íb. var boðið að skoða Sveinatungu tilk. bæjarstj. að fjármagn hafi verið eyrnamerkt í þessa lagfæringar. Lára K. Guðmundsdóttir, Garðatorgi 7, íb. 407

Hljóðvistin á torginu er mjōg slæm og mikið bergmál sem skapar talsvert ónæði. Styð því þessa tillögu.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information