Vantar útileiksvæði fyrir yngstu börnin á Lundabóli

Vantar útileiksvæði fyrir yngstu börnin á Lundabóli

Haustið 2019 byrjuðu 8 rétt rúmlega eins árs börn á Lundabóli. Þau hafa verið á sama stóra svæði og öll hin börn leikskólans, sem er mjög erfitt fyrir börnin, mjög erfitt fyrir starfsfólk, og getur verið hreinlega hættulegt. Ímyndið ykkur t.d. 4ra ára barn hlaupandi með leikfangahjólbörur, og 14 mánaða barn sem verður fyrir þeim. Starfsfólk Lundabóls hefur unnið frábært starf en útiaðstaðan er ekki boðleg til að hýsa þetta ung börn, hvorki fyrir börnin né starfsmenn leikskólans.

Points

Allt leiksvæðið, nema eitt horn sem var endurnýjað þegar byggt var við leikskólann nýlega, er orðið gamalt og fúið, þannig að í raun þarf að endurnýja það allt. Öryggissjónarmið ein og sér ættu að nægja sem rök fyrir að búa til aðskilið leiksvæði fyrir allra yngstu börnin, en þeim hefur fjölgað mjög eftir að Garðabær fór að lofa leikskólaplássi frá 12 mánaða aldri (frábært framtak!). Önnur sjónarmið eru álag á starfsfólk og yngstu börnin að vera í blönduðum hóp á leiksvæði sem ekki hentar þeim

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information