Gömlu Héraðsþingin taki við af Sveitafélagaskiptingunni

Gömlu Héraðsþingin taki við af Sveitafélagaskiptingunni

Það eru alltof mörg sveitafélög á landinu og þau eru of lítil til að vega á móti ríkisvaldinu. Það ætti því að skipta sveitafélögunum eftir gömlu héraðsþingunum (seinna sýsluskipan) til að fækka sveitafélögum í 14 og styrkja þau. Mörk héraðsþingana fylgdu nátturúlegum landamærum og eru sterk í vitund manna enn þann dag í dag. (skaftfellingar, þingeyingar, dalamenn os. frv.) Styrkur stærri og völdugri sveitafélaga/héraðsþinga myndi veita betri þjónustu til almennings og vega á móti ríkisvaldinu.

Points

Landið eitt kjördæmi

Ég sé ekki að stór stjórnsýslu eining sé endilega gagnleg til að sinna þeim verkefnum sem nærþjónusta kallar á. Það væri hugsanlega í lagi að kalla saman héraðsþing en þá sem millistig stjórnsýslunnar en ekki í staðin fyrir nærsamfélagið. Samanber Ömt í Danmörku og bund í þýskalandi. ísland er bara svo lítið að það er kannski ekki þörf á þessu. En það er allaveganna þörf á nærþjónustu, mögulega væri rétt að fjölga sveitafélögum fremur en fækka þeim.

Sveitarfélög hafa verið að þróast að undanförnu, helst með því að þau fá sífellt stærri verkefni og þurfa að stækka til að geta ráðið við þau. Sé ekki rökin fyrir þessari skiptingu. Svæðin yrðu mjög misfjölmenn.

Nei, gömlu héraðsþingin eiga ekki að taka við af sveitafélagaskiptingunni, heldur ættu héraðsþingin að vera útibú frá Alþingi og hafa einskonar fylkisvald um skipan mála í hverju héraði fyrir sig líkt og í Bandaríkjunum og víða.

Ég efast um að það sé rétt að kveða á um skipan sveitarfélaga í stjórnarskrá. En þróunin í sameiningu sveitarfélaga á næstu árum getur mjög auðveldlega orðið þannig að þetta verði býsna nálægt lagi. Stærri sveitarfélög sem taka yfir víðfeðm svæði. En síðan er mikilvægt að sveitarstjórnarlög geri ráð fyrir heimastjórnum á borð við þær sem gert er ráð fyrir við sameiningu fjögurra sveitarfélaga á Austurlandi sem samþykkt var nýverið.

Mikilvægt að fara ekki að kosta uppá 3ja sjórnsýslustigið, eins og á Norðurlöndunum, þar sem hvert stig keppist við að koma ábyrgðinni yfir á önnur stjórnsýslustig og sömu flokkarnir stjórna á öllum 3 stigunum.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information