Atvinnu stjórnmálamenn hafa meiri áhuga á skammtímalausnum sem gefur þeim atkvæði í næstu kostningum. Taka ætti upp slembival á hluta þingmanna, eða einum þingmanni minna en helming þingheims. Valið yrði úr öllum kostningabærum Íslengingum og þyrfti sá/sú sem valin er að sitja á þingi í eitt eða tvö ár. Hægt er að draga nafn sitt úr valinu, en þá tapast kostningarétturinn. Hver sá er hefur setið á þingi, er framvegis undantekinn frá slembivalinu. Þetta er kerfi sem Grikkir notuðu til forna.
Áhugaverð hugmynd.
Losna við atvinnupólitíkusa
Sjá hér https://en.wikipedia.org/wiki/Sortition til frekari útskýringa
Held að bara allt of margir óhæfir séu "atvinnu stjórnmálamenn" svo mér finnst þetta nokkuð áhugaverð hugmynd þ.e. að virkja almenning
Þetta er mjög áhugaverð hugmynd, eins og allar hugmyndir sem draga úr vægi atvinnustjórnmála.
Slembival getur átt rétt á sér vegna einstakra aðgreindra málefna. En þrátt fyrir ýmsa galla hefur enn ekki verið fundið skárra fyrirkomulag við val á þjóðþing en almennar kosningar. En fyrirkomulag slíkra kosninga má endalaust bæta og það þarf öfluga hlutlausa fjölmiðla til að upplýsa kjósendur. Þar er almannaútvarp lykilatriði.
Vissulega gæti orðið óregla á efnisfræðilegum málefnum hjá þingi voru, ef hver sem er sæti á þingi. Fólk er misjafnt og ekki allir með leiðtogahæfileika sem vissulega þarf í svona störf.
Það er algerlega til fólk sem ætti ekki að sitja á þingi, og kosning síar út sumt af því.
Fólk þarf að hafa áhuga á því sem að það er að fara að gera.
Frekar að takmarka setu alþingismanna til 8 ára eð 2. Kjörtímabila
Með þátttöku myndi skilningur fólks á "kerfinu" okkar aukast. Ungt fólk fengi meiri áhuga á pólitík og myndu taka meiri þátt.
Eitt mikilvægasta hlutverk stjórnmálanna er að bjóða upp á leið til að skipta um valdhöfum og ríkjandi stefnum án ofbeldis. Svona leið, jafnvel þótt um örfáa þingmenn væri að ræða myndi þýði að lukka réði för í umdeildum málum. Lukka myndi ráða því hvort umdeild ríkisstjórn héldi velli. Það myndi því þurfa að treysta á heppni þegar skipta ætti út valdhöfum. Þingmennska er umboðsstarf, umboðið fæst í almennum kosningum.
Eins og undirritaður hefu bent á annars staðar hér, er slembival eingöngu, líklegt til að búa til kaos og óstarfhæf þing, þing án góðra starfshefða osfrv. Slembival á hluta þingsins, t.d. 15 þingmenn myndi geta hjálpað til að hindra að flokksklíkur ráði Alþingi.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation