Lækkum kosningaaldur úr 18 niður í 16 ára.
Kosningaaldur á að fylgja sjálfræðisaldri sem er 18 ár. Einföld og skýr skilaboð til fólks að láta þetta fylgjast að.
Ungmenni í dag eru betur upplýst
nei 16 ára eru börn til 18 ára aldurs.
Einstaklingar á þessum aldri eiga hagsmuna að gæta og málefni sem brenna á þeim en þau hafa mjög veika rödd ef þau geta ekki kosið. Þau geta ekki kosið þá sem ákveða hvort gera eigi eitthvað í þeirra málefnum eða ekki.
Ætti að fylgja lögræðisaldri þá verður fólk lögráða og öðlast sömu réttindi og skyldur og fullorðið fólk.
Hef ekki fullkomin rök en það sem ég get sagt er "boomers stfu" við erum með vit í pólitík og í 10 bekk er fólk sett í skólaþing. En ef það er þá er best að við eflum upplýsingar áður enn kosið er
16 ára borga skatt og eiga því að eiga kost á að kjósa. 16 ára eru framtíðin!
nei alls ekki þau eru ekki lögráða fyrr en 18 ára framm að þeim tíma eru þau börn á ábyrgð foreldra sinna.Flest hafa takmarkaðan ahuga á stjornmálum fyr en þau eru eldri.
16 ára fólk fylgjast ekki með kosningum né Alþingi
Maður þarf tímann til 18 ára aldurs til að byggja upp þekkingu og þroska til ađ kjósa. Mætti samt miđa við fæðingarár en ekki -dag
Börn og ungmenni hljóta stigvaxandi réttindi í takt við ábyrgð og geta nú þegar tekið afdrifaríkar ákvarðanir um eða fyrir 16 ára aldur, svo sem um framtíðarnám og starf, að stunda kynlíf, sækja sér læknismeðferð án samþykkis eða vitundar foreldra, þau eru sakhæf, eru sjálfstæður aðili í eigin barnaverndarmáli og svo mætti lengi telja. Það eykur lýðræðisvitund barna að fá að taka þátt í kosningum og mörg þeirra eru löngu farin að hugsa út í þessi mál.
Margir íslenskir unglingar hafa ahuga a stjórnmálum og vilja leggja sitt af mörkum. Leyfum þeim það!
Vissulega eru mörg rök fyrir því að lækka kosningaraldurinn og mörg þeirra mjög sannfærandi en á þessum aldri erum við ennþá að þroskast og mynda skoðanir. Jú, það eru margir sem hafa mikla þekkingu á stjórnmálum við 16 ára aldur en enn fleiri hugsa ekki mikið út í þetta og gætu þar með talið misnotað þetta vald. Ef bætt væri við stjórnmálafræðslu fyrir þennan aldur væri hægt að endurskoða málið en eins og er er eina þekking okkar ekki nóg til að taka skynsamlegar pólitískar ákvarðanir.
Èg er 16 ára og mèr finnst fáranlegt að eg se að borga skatta í samfèlag sem èg fæ ekki að kjósa fyrir, ef mið viljið ekki að við kjósum þá endilega breytiði lögonum því èg vil ekki borga skatta ef èg fæ ekki að kjósa
Það vil ég endilega. Ég held að unga fólkið geti haft vit fyrir eldri kynslóðum í ýmsum málum, sbr. loftslagsmálin.
Hugsi um þetta en á margan hátt skilgreinir "kerfið" 16 ára og eldri sem fullgilda þjóðfélagsþegna og því þá ekki kosningaréttinn.
Sú hugmynd að 16 ára einstaklingar Meigi Ekki kjósa er órökrétt að mínu mati. 16 ára einstaklingar hafa alveg jafn mikla hæfni í ákvarðanna töku og aðrir og að segja það að einstaklingar sem er ekki 18 ára munu bara kjósa það sem mamma og pabbi kjósa er kannksi rett en flest allir einstaklingar kjósa yfir höfuð bara það sem foreldrar þeirra kjósa einstaklingarnir eru aldnir upp á þvi heimili og hafa þá svipaðar skoðanir og foreldrar sínir en þó mætti mér alveg finnast meira lækka aldur á Íslandi
Öll rök um að 16 ára börn viti ekki nógu mikið um stjórnmál eða séu ekki nógu þroskuð gætu alveg eins átt við um fullorðið fólk. Það réttlætir ekki að taka réttinn af þeim sem vilja kjósa. Ekki frekar en að banna ellilífeyrisþegum að kjósa af því að þeir gætu verið komnir með elliglöp eða með úreltar skoðanir. Ættum frekar að sleppa aldurstakmarki, ef þú ert nógu gömul til að ganga sjálf inn í klefann og kjósa leynilega þá máttu það.
ég vil hina nýju íslensku stjórnarskrá sem var samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október 2012
Ég vill meina að of margir 16 ára séu ekki með nógu mikla þekkingu til þess að taka pólítískar ákvarðanir. Ég er í rauninni bara mjög sammála Andreu Rut hérna fyrir neðan en líka sammála Jón Pálsson.
16 ára unglingur hefur hvorki lífsreynslu, þekkingu né þroska í að taka ákvarðandir er varða framtíð þjóðarinnar, þeir eru ekki einusinni með reynslu af vinnumarkaðnum.
Ef það er tekin sú ákvörðun að lækka niður í 16 finnst mér að skólar ættu að taka það að sér að fræða meira um kosningar og pólitík og gera það miklu fyrr. Ég veit að mjög margir hafa mikinn áhuga á að kjósa og svo er lika það að mjög oft er verið að kjósa um eitthvað sem tengist okkur mikið en við höfum ekkert um það að segja. Það eru góðir og slæmir hlutir við það að lækka aldurinn en með réttu fræðslunni og með því að vekja áhuga held ég að þetta verði ekkert vandamál.
Nei, fólk 16-18 ára börn í lagalegum skilningi. Börn hafa oft ekki myndað sér skoðun um stjórnmál og því mikil hætta á að hægt sé að misnota börn í pólitískum tilgangi. Þeir sem vilja þetta ákvæði eru einkum vinstrisinnað fólk sem heldur að ungt fólk sé yfirleitt róttækt og sé því líklegra til að kjósa vinstriflokka.
hafa ekki þroska á þessum aldri enda börn til 18 ára aldurs
Vegna þess að sem 17 ára barn þá finnst mér nógu og mikil pressa á mér, að vera í skola, vinnu og reyna að finna út hvað mig langar að gera við Lífið mitt. Það þarf ekki að bæta ofAn á þessa pressu með að pressa á að láta okkur kjósa. Einnig erum við börn til 18 ára aldur og afhverju væri treyst 16 ára einstakling að kjósa en það er ekki treyst 16 ára einstakling að keyra bil.
Afhverju að lækka kosningaraldur um 2 ár þegar að yngstu kjósendurnir eru þeir sem níta sér ekki kostningarétt sinn plús það að börn á 16 ára aldri hafa litla sem enga skoðun á pólitík og ef þau mundu kjósa mundu þau líklega kjósa einhvað sem þeim er sagt að kjósa eða einhvað sem þeim finnst fyndið eða sjá sem einhvað “meme”
Við borgum skatta 16 ára og eigum að fá að ráða hverjum meðhöndla útsvarið okkar allavega. Það er stjórnmálafræðiáfangi í samfélagsfræði í grunnskóla og þau rök að ungmenni séu ekki nógu upplýst eru bara kjaftæði og aldursfordómar.
Já! Ég er 16 ára og hef tekið virkan þátt í stjórnmálum hér á landi og veit heilmikið um pólitík. Við 16 ára aldur förum við að borga skatta, við getum leitað til læknis án leyfi eða vitund foreldra og við getum sótt um atvinnuleysisbætur. Við eigum rétt á því að hafa áhrif á hvert okkar skattar eru að fara. Við erum ekki bara börn sem gera eins og okkur er sagt. Mikið af ungmennum sem ég þekki hafa miklu meira pólitíkst vit en sumar rollurnar sem eru með kostningarétt.
Eg er 18 ára og eg er alls ekki sama manneskja og eg var fyrir 2 árum. Eg hef þroskast til muna og held að 16 ara grunnskolanemar seu ekki með nægan þroska. Að sjalfsogðu gildir þetta ekki um alla en eg og minir vinir að minnsta kosti hefðum ekki tekið kosningum alvarlega á þessum aldri
Það er ekkert nema mannréttindabrot að gera mann skattskyldan við 16 ára aldur enn að fá ekki sanna viðurkenningu sem áhrifavavaldur samfélagsins. Lagt er á börn þá skyldu að greiða til ríkisins án þess að geta haft áhrif á ferlið.
Nei, 16 ára unglingar eru með ómótaðar skoðanir. eðlilega og gætu þess vegna greitt ákveðnum atkvæði fyrir pizzu og kók.
Ég segi NEI! Þeir sem að ekki eru orðnir FJÁRRÁÐA ættu ekki að fá að taka stórar ákvarðanir tengt stórum framkvæmdum.
16 ára börn ættu ekki að bera þessa ábyrgð vegna þroska þeirra og persónumyndunnar sem þau ganga í gegn um á þessum aldri. Eins er út í hött að skattleggja þau.
16 ára greiðir sama skatt og fullorðnir, ef unglingar hafa áhuga á stjórnmálum kjósa þau. Aftur á móti þarf að fylgjast betur með þeim flokkum sem hafa boðið upp á áfengt öl á sumum framboðsfundum.
Allir Íslendingar ættu að hafa vægi í kosningum og foreldrar færum með atkvæði barna sinna
16 ára hefur nóg um annað að hugsa en hvað skal kjósa, eru enþá að mótast og spurning með frekar að halda þessu við sjálfræði
Er á móti þessu þar sem börn eru börn til 18 ára og njóta ekki allra réttinda sem fullorðnir. Tel að mörg þeirra séu alls ekki komin með þann þroska að gera sér að fullu grein fyrir þýðingunni og væru því auðveld bráð fyrir þá sem smala atkvæðum eða myndu kjósa eins og foreldrar þeirra. Ef þessu ætti að breyta þá ætti einnig að lækka lögræðisaldur sem því nemur.
Ég tel að málshátturinn; "OFT ER GOTT SEM AÐ GAMLIR KVEÐA!" að hann hafi ekki orðið til að ástæðulausu.
Viljum við að stjórnmálaflokkar fari að herja meira á börnin okkar og reyna að heilaþvo þeirra ómótuðu sálir? Og hver ræður ef öfgaflokkar, t.d. nazista ná tökum á barni, foreldrarnir, eða flokkurinn? Ef þessi leið væri farin, væri rétt að lækka fullorðinsaldurinn aftur í 16 ár. Er ekki rétt að leyfa börnunum að klára skólaskylduna, áður en krafist er innsýn í íslenska pólitík?
Alltof ung.
Manneskja sem er ekki með lögaldur ætti ekki að fá kosningarétt. Ef ríkið treystir þessum einstaklingum ekki fyrir sjálfum sér afhverju þá að treysta þeim fyrir landinu? Hins vegar er það óréttlátt að 16-17 ára börn þurfi að borga skatt, það er ólýðræðislegt. Við sem lýðræðisleg þjóð borgum skatta og kjósum svo fulltrúa til að ákveða hvert skattarnir fara. Í augum ungmenna 16-17 ára er ríkið bókstaflega að taka peninginn af þeim án þess að þau fái neitt að segja við því.
Ég tel að almennt (á að sjálfsögðu ekki við um alla) séu 16 ára einstaklingar ekki með nægilega þekkingu til þess að taka góðar pólitískar ákvarðanir um samfélagið okkar. Þess vegna óttast ég að margir munu bara kjósa 'það sem mamma og pabbi kjósa' og þá tel ég okkur ekkert betur sett. Að mínu mati, þarf frekar að koma á stað betra, og skemmtilegra, upplýsingarflæði til ungmenna t.d. í gegnum skóla. Þá fá ungmenni betri tælifæri til þess að taka eigin ákvörðun og ÞÁ getum við átt þessa umræðu.
Við 16 ára aldur eru einstaklingar sakhæfir og þeir bera refsiábyrgð, skólaskyldu lýkur, við tekur val um framhaldsnám og fyrstu skref á vinnumarkaði eru tekin - með tilheyrandi tekjuskatti og stórauknu framlagi til samfélagsins. Að þessu sögðu er alvarlegt að útiloka þennan aldurshóp frá ákvarðanatöku í samfélagi sem þau gefa af sér til og bera ábyrgð gagnvart, einkum og sér í lagi ákvarðanir sem hafa mest og langvarandi áhrif á þau fremur en aðra aldurshópa.
Eg er 17 ara og eg hef ekki hugmynd hvað eg myndi kjosa þekki varla nöfnin a þessu... krakkar i dag eiga ekki að vera að spa i þessu a 16 ara aldri eiga bara einbeita ser að þvi að vera krakkar, ferðast eitthvað eða eibeita ser að skola og finna ser goða vinnu!
Ef það á að láta 16 ára unglinga borga skatt af laununum sínum þá ætti líka að leyfa þeim að kjósa hvernig það er ráðstafað peningnum. Það ætti annaðhvort að leyfa 16 ára unglingum að kjósa eða þá að hætta að láta þá borga skatt.
16 ára eru þau rétt byrjuđ ađ læra á stjórnmál og flest ekki búin ađ mynda sér skođun á þeim. Á þessum aldri er líklegra ađ þau muni fylgja því sem foreldrar þeirra gera án þess ađ hafa hugmynd um hvađa áhrif þađ mun hafa á þeirra líf. Kosningarnar hafa beinni áhrif á 18 ára einstaklinga heldur en 16 ára sem eru enn í umsjá foreldra. Tvö ár eru ekki lengi ađ líđa en þau breyta svo miklu þegar kemur ađ huga vaxandi einstaklings. Af hverju ekki ađ bíđa þessi tvö ár og byrja fullorđinsárin hægar?
Fyrir utan hin rökin á þræðinum bendi ég á að kosningaréttinum fylgir einnig hvatning til þess að kynna sér samfélagið. Það myndi minnka lýðheimsku og auka líkurnar á sjálstæðri hugsun yngra fólks.
Ég tel að 16 ára krakkar eru ekki nógu vel upplýstir um stjórnmál og stjórnarstefnur íslands. Ef það væri betur upplýst krakka í grundsóla á öllum stefnum sem ísland er með og mismunandi stjórnarflokkar. Ég sjálf er ekki nógu upplýst og er vel yfir 16 ára. Þau eru einnig líklegast ekki tilbúin að mynda sína eigin skoðun á flokkum og fylgja líklegast foreldum eða fjölskyldumeðlimum sínum í þessari ákvörðun.
Gæti fengið fleiri ungmenni til þess að kjósa og mér finnst margir hafa vitið til þess
16 ára borga í skatt, eru sakhæfir og margt fleira og þessvegna finnst mér að þau ættu að fá að kjósa en svo eru lika aðilar sem eru ekki með nægilegt vit á þessum málum ...
Fólk sem hefur ekki einu sinni stjórn yfir sér og sínum fjármálum sjálf eiga ekki að geta stjórnað hagsmunum landsins. Auk þess sem þau hafa ekki náð nægilegum þroska til að ákveða þannig mál.
Mér finnst að við þurfum að ákveða fyrst hvort þau eru "börn" eða "fullorðin" áður en þetta skref er stigið. Áður en af þessu yrði finnst mér að leiðrétta ætti þá sjálfræðisaldur. Það er misræmi í því að foreldri hafi aðgengi að t.d. bankareikningum barna sinna og öllum upplýsingum frá skóla en þau eru sakhæf 16 ára. Það er misræmi í því að leyfa þeim ekki að kaupa áfengi fyrr en 20 ára en leyfa þeim að kjósa sem skilgreind "börn".
😄
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation