Takmarka bílaumferð í gegnum hesthúsahverfi

Takmarka bílaumferð í gegnum hesthúsahverfi

Loka/takmarka/hægja þarf á umferð á vegkafla á Markavegi til að lágmarka óþarfa umferð í gegnum athafnasvæði hestamanna.

Points

Markavegur liggur í gegnum hesthúsahverfi hestamannafélagsins Spretts. Ég hef sérstakar áhyggjur af þeim kafla sem liggur á milli Heimsenda og Hamraenda, Hlíðarenda, Hæðarenda og Landsenda. Þar er hámarkshraði 30 km/klst en hann oft ekki virtur. Þetta skapar gríðarlega mikla hættu þar sem bæði hestamenn þurfa að þvera veginn sem og ríða meðfram honum á köflum. Farartæki á mikilli ferð mynda veghljóð og hávaða og bílstjórar sem ekki bera tillit til ríðandi fólks geta skapað mikla hættu.

Mikil hætta fyrir hesta og menn sem eru þarna á ferð og þurfa að þvera Markaveg, reiðstígurinn liggur á tveimur stöðum yfir götuna og of oft er mikill hraði á bílum sem eru að fara þarna í gegn. Gott væri að fá greina gott skilti þegar fólk keyrir inn á svæðið að um hestahúsabyggð sé að ræða og sérstakt tillit þarf að taka. Fá fleiri hraðahindranir á Markaveg væri einnig gott

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information