Stjórnlagaráð

Stjórnlagaráð

Þjóðin er stjórnarskrárgjafinn, en ekki alþingi. Í þessu máli hefur alþingi fyrst og fremst hið formlega hlutverk að afgreiða það sem þjóðin hefur ákveðið. Þjóðin kaus sér stjórnlagaþing/stjórnlagaráð sem sem afgreiddi einróma frumvarp að stjórnarskrá sem þjóðin síðan samþykkti í þjóðaratkvæðagreiðslu að skyldi vera grundvöllur að nýrri stjórnarskrá Íslands. Alþingi ber því að afgreiða þessa þjóðarsamþykkt, með hugsanlegri fínslípun orðalags, en án meginbreytinga á ákvörðun þjóðarinnar,

Points

Verðum við ekki að fara að horfast í augu við stöðuna eins og hún er, að þetta gerist ekki úr þessu og reyna frekar að mynda samstöðu um að koma einhverju af þeim góðu hugmyndum sem er að finna í drögum Sjórnlagaráðs inn í þessari atrennu?

Það er vinsælt að nota það að "þjóðin" hefur ákveðið hitt eða þetta. Það var samþykkt stjórnarskrá 1944 - í henni er breytingarákvæði. Meðan það er í gildi breyta þjóðfundir, þingskipuð ráð, og ráðgefandi atkvæðagreiðslu því ekki. Sátt þarf að ná um raunhæfar breytingar á stjórnarskráni. Það er líklegra til árangurs en "allt eða ekkert" nálgunin.

Stjórnarskrá stjórnlagaráðs er heilstætt plagg og það er mikilvægt að átta sig á að í flestum tilvikum er varasamt að plokka út eina og eina grein til samþykktar eða viðmiðunar. Orðalag hverrar greinar og stjórnarskráin öll er vandlega ígrunduð sem ein heild. Það þýðir ekki að engum staf megi breyta en allar breytingar þarf að rökstyðja sem einstaka breytingu og með tilliti til heildarinnar. Þjóðin er búin að samþykkja stjórnarskránna og Alþingi þarf bara sjá til þess að hún komist í framkvæmd.

Hérna sé ég þráð þar sem hið fullkomna vandamál skýn í gegn. Að mínu mati hefur alþingi misst sjón sín á tilgangi sínum að 'þjóðin kaus mig til að vinna fyrir þjóðina' alþingi er orðið gráðugt og sjálfselskt í flestum orðum. Og ef ég má benda á og stela orðum af Sævari Finnbogasyni hér fyrir neðan "verðum við ekki að fara að horfast í augu við stöðuna eins og hún er að þetta gerist ekki úr þessu..." Þetta er hugsun flestra í uppgjöf eftir baráttur sem skila engu.

Til þingmanna: Það er búið að kjósa um þetta og þóðin hefur tjáð sig. Sumir kusu ekki, annað hvort vegna áhugaleysis eða áeggjan Sjálfstæðisflokksins á sínum tíma en það breytir því ekki að kosningin er gild og þing á að fara eftir því.

Þjóðin kaus ekki stjórnlagaráð, það var skipað af stjórnmálamönnum. Sá hópur sem var valinn var ekki með umboð þjóðarinnar, heldur var handvalinn.

Þjóðin er stjórnarskrárgjafinn, en ekki alþingi. Í þessu máli hefur alþingi fyrst og fremst hið formlega hlutverk að afgreiða það sem þjóðin hefur ákveðið. Þjóðin kaus sér stjórnlagaþing/stjórnlagaráð sem sem afgreiddi einróma frumvarp að stjórnarskrá sem þjóðin síðan samþykkti í þjóðaratkvæðagreiðslu að skyldi vera grundvöllur að nýrri stjórnarskrá Íslands. Alþingi ber því að afgreiða þessa þjóðarsamþykkt, með hugsanlegri fínslípun orðalags, en án meginbreytinga á ákvörðun þjóðarinnar,

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information