Fækka þarf þingmönnum

Fækka þarf þingmönnum

Fækka þarf fjölda þingmanna. Ísland er með fleiri þingmenn en Bretar. Þetta þyrfti að gera til að fà skjótari vinnslu à màlum. Jú gott að fà fleiri hugmyndir en erfiðara að taka àkvarðanir.

Points

Spurning um að taka tillit til fólksfjölda og að ekki sé talað um stéttarskiptingu

Færri þingmenn þýða fábreyttari hópur á þingi og stóru flokkarnir munu græða.

Yfirbyggingin öll á Íslandi er umfram þörf og flækir aðeins hlutina og gerir hlutina dýrari og seinvirkari. Það gildir hér sem annars staðar að nýta á og verður tæknina til þess að gera allt í regluverkinu skilvirkara.

Það er þà spurning um að almenningur kysi um hvaða aðilar væru à þingi. Til að jafna leika. Því ef við spàum það. Þà er heildarfjöldi miðstéttar meiru en hàstétt. Með samstöðu er margt hægt.

Fyrirkomulag á Alþingi er afar þunglamalegt og þarf færri hæfari svo eitthvað gangi í verkefnum sem þar á að vinna. Reksturinn er allt of dýr miðað við hversu fáir greiða skatta á landinu svo hægt sé að borga fyrir bruðlið

Viskan er meiri, því stærri sem hópurinn er. Auk þess er auðveldara að kúga litla hópa til hlýðni, en stóra hópa og er ósjálfstæði þingmanna þegar vandamál. M.ö.o. það er auðveldara fyrir valdaelítu að stjórna Alþingi séu þingmenn fáir og frá fáum flokkum.

Íslendingar eru ekki með fleiri þingmenn en Bretar. Á breska þinginu starfa 1.435 þingmenn, 650 í neðri deild og 785 í efri deild. Ég er reyndar á þeirri skoðun að þingmenn á Íslandi ættu að vera 100 á Íslandi en ekki 63 eins og nú. Þó þjóðin sé fámenn þá þarf alltaf ákveðinn fjölda til þess að sinna málefnum ríkisins og valddreifing er betri en valdasamþjöppun.

Ég hef séð rök fyrir því að þingmannafjöldi ætti að vera sem næsta þriðju rót af íbúatölu. Eðlilegt er að fjölga þingmönnum hægt, eftir því sem íbúum fjölgar. Sögulega séð er líka auðveldara að jafna atkvæðavægi með því að bæta við þingmönnum þar sem þeir eru of fáir út frá íbúafjölda, heldur en að taka þá þaðan sem þeir eru of margir. Við eigum ekki að setja okkur fölsk þök, án þess að við séum sannfærð um að það sé til þess að bæta lýðræðið.

Stofna ætti öfluga “Lagastofnun Alþingis” og á móti mætti takmarka fjölda þingmanna og aðstoðarmanna. Lagastofnun veitti m.a. ráðgerfandi álit á túlkun laga Alþingis.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information