sama atkvæðavægi um land allt.

sama atkvæðavægi um land allt.

Tel annað vera brot á mannréttindum. Það er óhæft að það sé sama hvernig þéttbýlisfólk kýs þá er engin leið til þess að koma óhæfu fólki út úr stjórmálum því það nýtur alltaf þess að atkvæðavægi gamla tímans heldur þeim inni.

Points

Með því að taka upp FORSETAÞINGRÆÐI hér á landi eins og er í frakklandi þar sem að forseti landsins axlar raunverulega ábyrgð á sinni þjóð; að þá myndi þetta mál leysast sjálfkrafa.

Öll atkvæði eiga að vera jöfn, allt annað er mannréttindabrot. Ég styð tilögu um nýja stjórnaskrá sem staðfest var í þjóðarþjóðaratkvæðagreiðslu árið 2012.

Núverandi ástand viðheldur fjórflokkakerfinu og því kerfi sem við búum við í dag. Núverandi kerfi kallar á stöðnun. Við þurfum jöfnum og jafnræði.

Landið á að vera eitt kjördæmi og atkvæði eiga að vega jafnt, einsog nýja-stjórnarskráin mælir fyrir.

Ég er meira en til að jafna atkvæði. Ég vil líka jafna útgjöld ríkisins aftur út í kjördæmin. Ég bý á Vestfjörðum við fáum innan við 50% skatta aftur í kjördæmið. Fáum ekki einu sinni heimsókn frá augnlæknii. Svo jöfnum atkvæðin, ríkisreksturinn og lífsgæðin öllum landsmönnum til handa

Jafnt vægi atkvæða stuðlar að minna kjördaæmapoti, 63-þjóðkjörnir eru þingmenn allra landsmanna óháð búsetu. Það eru mannréttindi að atkvæði vegi jafnt.

Lögfestum stjórnarskrána sem kjósendur sögðu í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2012 að skyldi lögð til grundvallar. Það er lýðræðislega niðurstaðan sem Alþingi ber að virða því þjóðin, ekki þingið, er stjórnarskrárgjafinn. Í nýju stjórnarskránni segir meðal annars: "Atkvæði kjósenda alls staðar á landinu vega jafnt."

Mér býður við að atkvæði fólks úti á landi gildir meir en fólks á höfuðborgasvæðinu. Það er ósanngjarn og það hafa komið meira að segja upp tilfelli að fólk flytji búsetningu sína rafrænt út á land, svo að atkvæði þeirra gildir meira, og býður þetta þess vegna upp á ekkert nema vandræði.

Ef ekki jafn atkvæðaréttur hvað þá? Eiga fjöll og firnindi að skipta máli? Skatttekjur? Ef mismunun eiga þá ekki fatlaðir að hafa meiri kosningarétt (t.d aukaatkvæði!) sem uppbót á fötlun sína? Eða foreldrar aukinn rétt sem fulltrúar barna sinna? Þetta endar alltaf í rökleysum. Mannréttindi eru ekki uppskiptanleg stærð. Jafn atkvæðisréttur eru mannréttindi. Hitt er annað mál þá má með ýmsu móti stuðla að, jafnvel tryggja að raddir dreifbýlis heyrist á Alþingi og þær má ekki hunsa.

Það getur varla talist lýðræði að atkvæði fólks vigti misjafnt eftir því hvar það býr. Einn maður eitt atkvæði hlýtur að vera krafa hvers þegns er býr í lýðréttisþjóðfélagi sem kennir sig við jafnrétti og mannréttindi.

Allir þegnar skulu jafnir fyrir lögunum og kosningarétti. Misjafnt vægi atkvæða eftir landshlutum í nútímaþjóðfélagi er tímaskekkja og mennréttindabrot.

Rök fyrir mismunun á atkvæðavægi eru einkennileg og gerir ráð fyrir "sérhagsmunum". Allir sem til vinnu ráðast á Alþingi vinna að sjálfsögðu fyrir alla íslendinga

Því skyldu sumir þegnar vera vegnir meiri en aðrir? Hverslagt fyrirlitning er það á sumum en upphafning annara?

Mín skoðun er sú að núverandi kerfi sé nauðsynlegt til að halda byggð í út um allt land. Nú þegar er miðstöð þjónustu og stjórnunnar í landinu á höfuðborgarsvæðinu. Landsbyggðin hefur átt undir högg að sækja sérstaklega þar sem að stæðsti hluti skatttekka einstaklinga og fyrirtækja á landsbyggðinni fer í stjórnsýsluna íhöfuðborginni. Ef það ætti að breyta atkvæðavægi þá ætti að tengja þær við skatttekjur sem hvert kjördæmi gefur til ríkisins eða láta þær renna aftur til svæðanna sem þær komu

Í raun ætti Reykjavík ekki að hafa neina þingmenn líkt og Washington DC, því Reykjavík stendur efnahagslega, stjórnmálalega, félagslega og fjárhagslega sterkt vegna þess að þar er allar stofnanir og stjórnsýsla landsins og allt fjárveitingavald með öllum þeim gæðum sem því fylgir. Sporin varðandi stjórnlagaráðskjör hræða því einungis þjóðþekkt fólk náði kjöri í það, mestmegnis úr Reykjavík, en einungis 3 af 25 stjórnlagaráðsmeðlimum voru utan af landi. Þetta gæti skapað lýðræðishalla.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information