draga niður hraða á Borgarholtsbraut

draga niður hraða á Borgarholtsbraut

Það þarf að draga umferðarhraða mun meira niður á Borgarholtsbraut, amk frá #58 að #70. Gott ráð að setja hraðahindrum niður móts við, td. #62 eða #64. Mjög mikill umferðarhraði er þarna, og töluvert um framúrakstur. Mikilvægt að tryggja enn frekar öryggi þeirra sem fara þarna um. Færri en fleirri virða 30 km/klst hraðatakmörkun sem þarna er. Þessa leið gengur mikill fjöldi barna á leið til skóla - og milli skóla og íþróttahúss.

Points

Hraðinn er núna 30km/klst. hversu neðarlega á hann að fara ?

Á Borgarholtsbraut frá Gerðasafni og að ljósum hjá sundlaug eru margir að keyra frá 50 og uppí 70km/klst. Eyjan á brautinni hefur ekki komið í veg fyrir hraðaminnkun. MÖRG börn eru á þessu svæði, og sem labba yfir götuna til að komast á hoppudýnuna og bílstjórar eru því miður ekki að passa þetta og það eru ekki allir sem stoppa við gangbrautina. Það er ekki nóg að setja mörk, það þarf að setja hindranir líka.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information