Lista- og útivistar- Lýðháskóli í Félagsheimilinu Röst

Lista- og útivistar- Lýðháskóli í Félagsheimilinu Röst

Röstin er fullkomin fyrir lýðháskóla. Á efri hæðinni væri hægt að setja upp heimavist og nýta mætti sali á neðri hæð og herbergi í kjallara sem kennslustofur og viðburðasali. Einnig væri hægt að nýta Íþróttahúsið á Hellissandi og Frystiklefann í Rifi sem mögulega kennslustaði. Lýðháskóli er vinnustaður sem gæti bæði veitt heimamönnum nýjar tegundir af störfum, unglingum tækifæri til að sækja nýstárlegt og skemmtilegt nám og Lýðháskólar eru lifandi, þeir lífga uppá bæjarlífið.

Points

Frábær hugmynd.

Röst er frábært húsnæði með marvíslega möguleika. Þar er pláss á efri hæð sem hægt er að breyta í heimavist. Í Snæfellbæ er fullt af hæfileikafólki sem getur kennt við skólann. Húsnæðið er með fullkomið eldhús og þar er auðveldlega hægt að setja upp mötuneyti. Umhverfið í kring býður uppá frábær tækifæri fyrir þá sem vilja sækja nám sem snýr að umhverfisfræði (Þjóðgarður), útivist (Opin svæði, jökull, strandir, fjöll, hellar o.fl), íþróttum (ÍÞróttahús, frábærir vellir) og listir (Frystiklefinn)

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information