Röstin

Röstin

Útbúa efri hæð á röstinni sem aðlaðandi vinnuaðstöðu fyrir t.d fólk sem getur og vill vinna fjarvinnu frá fyrirtækjum annarsstaðar á landinu. Einnig fyrir námsmenn í fjarnámi eða við verkefnavinnu. Möguleika að leigja út pláss til mismunandi fyrirtækja. Skrifstofur eða vinnuaðstöðu með sameiginlegri kaffistofu.

Points

Margt ungt fólk ( og eldra líka) myndi vilja búa í Snæfellsbæ en atvinnutækifæri eru ekki á hverju strái fyrir fólk sem hefur menntað sig í ýmsum greinum. Mjög mörg störf eru hægt að vinna í fjarvinnu ef netsamband er gott og myndi það gera Snæfellsbæ að meira aðlaðandi kost að flytja til ef fyrir hendi væri svona aðstaða þar sem fólk gæti unnið fjarvinnu frá fyrirtækjum annarsstaðar á landinu en væri samt á vinnustað í samskiptum við annað fólk.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information