Allir kjósi um allt, eða gefi allavega álit

Allir kjósi um allt, eða gefi allavega álit

Legg til álitsgefandi nefnda (ekki nafnlausa) kosningu um öll lagafrumvörp Alþingis í heimabanka, eða á öðru vefsvæði sem ber mikið traust, og er undir stjórn íslensks opinbers aðila.

Points

Við kjósum fulltrúa á Alþingi til þessa.

Til að lýðveldi gangi upp verða kjörnir fulltrúar að vita hver skoðun kjósenda er, hver vilji meirihlutans og minnihlutans er, bæði til að ganga ekki á móti vilja þjóðarinnar og líka til að vernda minnihlutann fyrir meirihlutanum þegar þess gerist þörf. Kosnir fulltrúar myndu þekkja kjósendur betur og kjósendur myndu læra að þekkja fulltrúa sína betur.

Allir geta sent inn umsagnir í dag. Hitt er svo annað mál að einhver svona síða gæti alveg verið skemmtileg viðbót við pólitíska umræðu. Menn hafa reynt að henda svona upp, t.d. skuggaþing eða betraisland. Ég er hins vegar ekki viss um að rétt sé að hið opinbera haldi utan um einhvern gagnagrunn um hvað hverjum og einum finnst um hin og þessi mál.

Það má auka aðkomu almennings verulega með ýmsum aðferðum sem krefjast þess ekki að allir borgarar þurfi að taka þátt í atkvæðagreiðslum um öll mál.

Nei, þetta gæti lamað stjórnun landsins þegar fólk væri farið að taka þátt í þjóðaratkvæðagreiðslu 4-5 sinnum á ári og gæti skapað lýðræðisþreytu. Hætta er á að mál byggð á tilfinningarsjónarmiðum fari í þjóðaratkvæðagreiðslu t.d. lagning vegar um umdeild svæði, og þannig komið í veg fyrir nauðsynlegar framkvæmdir og framfarir oftast úti á landi.

Ég legg til að ferðin á kjörstað tengt okkar hefðbundnu kosningum verði alltaf nýtt til þess að kjósa um stærsta málið hverju sinni með því að vera með MEÐ/Á MÓTI -lista sem að mætti vera opinber öllum. Hvort sem að það sé tengt staðsetningu flugvalla, sölu áfengis, ESB; EES, eða hvað sem er.

Við höfum samráðsgátt sem sýnir skoðanir kjósenda á ýsmum málum. Það er nóg

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information