Bæta reiðleiðir í kringum Hestamannafélaðið Sprett

Bæta reiðleiðir í kringum Hestamannafélaðið Sprett

Gera fleiri reiðleiðir í kringum Hestamannafélagið Sprett og hlúa að svæðinu þar í kring

Points

Svo hestamennska í borginn megi blómsta og allir geti verið í sátt og samlyndi í sínu áhugamáli

Það vantar reiðvegi á Vatnsendaheiði, í dag er hestaumferð eftir línuvegum með allri annarri umferð. Vantar einnig frekari tengingar við reiðvegi í Heiðmörk og Grunnuvatnasvæðið í Garðabæ.

Hestamennska er áhugamál sem sameinar fjölskyldur og vini og því mikilvægt að góðar reiðleiðir séu til staðar. Hesta, eðli sínu samkvæmt, og vélknúin ökutæki, hjól t.d. eigi ekki vel saman. Hestar fælast hávaða og snöggar hreyfingar enda eru þeir í eðli sínu flóttadýr. Finnist þeim ógnað taka þeir til fótanna sem getur endað með hræðilegum slysum séu knapar á baki.Margar reiðleiðir utan hverfisins eru einnig nýttir undir umferð velknúinna ökutækja sem getur skapað hættu.

Fjölga aðgreindum styttri reiðleiðum með vetrarþjónustu vegna fjölda iðkenda. Eykur fjölbreytni, fækkar árekstrum mismunandi knapa og hesta (börn, óreyndir hestar/knapar, aðrir sem vilja fara hraðar/þeir sem vanari eru).

Bæta við fljölbreyttari reiðleiðum, styttri og lengri, aðskilja reiðvegi og aðra umferð á svæðinu. Að njóta náttúrunnar hver á sínum forsendum, á hestbaki, hjólandi, gangandi er frábært en á ekki samleið á stígum.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information