Göngustígur meðfram Fornahvarfi

Göngustígur meðfram Fornahvarfi

Það væri mjög gott að fá göngustíg meðfram Fornahvarfi, þannig að aðgengi að Elliðavatni og Elliðadal verði betri frá hverfinu. Í dag er fínn reiðstígur, mjög breið gata en mjög algengt er að sjá hjólreiðafólk og gangandi fólk annað hvort á reiðstígnum eða götunni.

Points

Aukið öryggi gangandi og hjólandi og sérstaklega barna

Aukið öryggi og betri nýting á hverfinu okkar

Það er gríðarlega mikil umferð gangandi/hjólandi/hlaupandi vegfarenda þarna á leið í og úr Elliðaárdal og mjög lítil lýsing. Allir eru á bílagötunni þar sem enginn stígur er þarna og stundum er mjög erfitt að sjá fólk á ferli í skammdeginu. Oft börn á ferð. Mætti setja bekki þar líka við vatnið á horni Fornahvarfs og Dimmuhvarfs þar sem útsýnið yfir vatnið þar er oftar en ekki stórkostlegt.

Íbúar sem búa í götum sem liggja að Fornahvarfi hafa ítrekað sent beiðni um úrbætur. Enda er engin örugg gönguleið skólabarna á svæðinu i Vatnsendaskola. Millistígur milli Grundarhvarfs og Brekkuhvarfs er óupplystur og engin gangstett meðfram Fornahvarfi.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information