Bæta skólalóðina í Vatnsendaskóla

Bæta skólalóðina í Vatnsendaskóla

Það væri gaman að sjá skólalóðina í Vatnsendaskóla uppfærða og gerða jafn flotta eins og í Hörðuvallaskóla og Salaskóla. Fyrst og fremst væri frábært að fá almennilegan körfuboltavöll, veit ekki hvort það sé pláss fyrir aparólu en auðvitað væri það frábært líka. Svo eru svo mörg skemmtileg tæki og málaðir allskonar leikir á jörðinni í Hörðuvallaskóla en í Vatnsendaskóla er það litla sem var einhvern tímann málað alveg horfið.

Points

Hjólarampur væri frábær á skólalóðina

Fleiri leiktæki, körfuboltavöllur og bætt aðstaða á skólalóðinni í Vatnsendaskóla hlýtur að vera jákvætt fyrir fólkið í hverfinu og stuðla að frekari útiveru og hreyfingu.

Væri frábært að fá hjólaramp og körfuboltavöll á skólalóðina. Það er mjög mikið af fjölskyldufólki í hverfinu sem nýta sér skólalóðina og væri gaman að hafa enn fjölbreyttara úrval leiktækja.

Auka fjölbreytni á skólalóð til leikja og afþreyingu sem höfðar til breiðari hóps barna bæði hvað varðar aldur og kyns.

Væri frábært að fá körfuboltavöll og hjólaramp á skólalóðina. Mín upplifun er sú að fólkið í hverfinu er að nýta sér skólalóðina og væri gaman að hafa enn fjölbreyttara úrval leiktækja.

Körfuboltavöll, annan fótboltabattavöll, hjólaþrautabraut t.d í í brekkunni, fleiri leiktæki, mála eða merkja leiki og þrautir á malbikið/lóðina, hafa minna af malbiki. Gera þetta allt saman litríkara og líflegra og skemmtilegra!

Það væri frábært! Væri til í að fá körfuboltavöll :-)

Mikiđ væri þađ gaman ađ þessi fjölmenni skòli myndi fà væna uppfærslu à ùtisvæđi. Aparòla, hlaupabraut, litrìk leiktæki, skemmtilegri og öruggari ađkoma.

Mikil þörf á að bæta leikaðstöðu barna í Vatnsendaskóla. Körfuboltavöllur og fleirri skemmtileg leiktæki kæmu sér vel.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information