Ráðherrar eiga ekki að sitja á Alþingi

Ráðherrar eiga ekki að sitja á Alþingi

Skilin á milli löggjafarvalds og framkvæmdavalds eru afar óskýr á meðan ráðherrar nýta ráðuneytin til þess að skrifa lög sem þeir svo mæla fyrir á Alþingi. Þetta fyrirkomulag myndi gera val á ráðherrum eitthvað málefnalegra og breikka umtalsvert þann hóp fólks sem kemur til álita í stöðurnar. Þjóðin hefur orðið vitni að því að sami þingmaður hefur farið á milli þriggja ráðherraembætta á tæplega tveggja ára tímabili. Þetta er óeðlilegt og þessu þarf að breyta.

Points

Þetta er réttætis- og sanngirnismál sem tryggir betri og skilvirkari stjórnsýslu.

Ýmis rök með þessu. Ein eru þau að starf alþingismanns er rúmlega 100% starf og starf ráðherra er rúmlega 100% starf líka. Hver getur sinnt báðum störfum í einu svo vel sé?

Það ríkir í raun Flokks-alræði á Íslandi. Sá flokkur, eða flokka-samsteypa sem myndar meirihluta á Alþingi er með allt vald á landinu í höndunum. Þetta vald er án nokkurs aðhalds og býður uppá valdamisnotkun og spillingu. Ekki nema von að Fjórflokkurinn sé á móti aðskilnaði valdssviðana.

Yfirmaður framkvæmdastofnunar ætti að vera faglega settur, en ekki settur af ráðandi þingi. Leggja af hugtakið ráðherraembætti

Gundvöllur að alvöru lýðræðisríki að þrískipting valds sé virk. Þannig eiga ráðherra ekki að sitja á þingi eða vera þingmenn. Þingmaður ber fyrst og fremst ábyrgð gagnvart sínu kjördæmi og flokki og er þar af leiðandi hætta á spillingu og sérhygli gagnvart eigin kjördæmi. Ráðherra á ekki að geta haft úrslita vald um atvkvæða greiðslu eigin frumvarps á þingi og síðan að fylgja því eftir. Auk þess á þingmennska að vera full vinna en ekki aukvinna samhliða ráðherradóm.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information