Eignarhald á landi

Eignarhald á landi

Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að allt land á Íslandi ofan við t.d. 400 metra á að vera í eigu ríkis og sveitarfélaga.

Points

ekki án bóta til landeigenda það er nokkuð sem heitir hefða réttur

SELJUM EKKI ÍSLAND berst fyrir því að landið okkar verði ekki selt úr landi og takmarka verði stærðir lands sem einhver telur sig eiga.Undirskriftasöfnunin er hér: https://www.jenga.is/

Spurningin er hvort að það þyrfti ekki að fjalla um hverja jörð fyrir sig þessu tengdu?

Spurningin er hvort að ÍSLENSKA RÍKIÐ ætti ekki að eiga allar jarðir á ÍSLANDI Í GRUNNINN; jarðirnar væru síðan boðnar upp til leigu þangað til að leigjandinn kysi sjálfur að hætta bústörfum vegna aldurs og þá færi fram annað leigu-uppboð? (Erfingjar leigutaka mætu hafa einhverskonar leigu-forgang á jörðinni).

SELJUM EKKI ÍSLAND

Það er veruleg hætta á því að landeigendur fari í auknum mæli að banna umferð um land sitt. Einnig er hætta á því að farið verði að selja fjallstoppa t.d. vegna þyrluskíðamennsku í markaðslegum tilgangi og tálma umgang.

Það verður að virða lög um frjálsa umgengni um landið. Auðlindir ættu að vera í eigu ríkis og sveitarfélaga. Alls ekki í eigu þeirra sem ekki búa á viðkomandi landareign.

Auðvitað mjög stór pólitísk spurning, en yrði mjög fortakslaus yfirlýsing og ég myndi ganga það langt að kalla hana marxíska. Ég er ekki á móti því að einkaaðilar geti átt hluti, hús, eða landið sem húsin standa á.

Ríkið á að hafa alla eignaraðild að landi.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information