Sáið - Snæfellsbær

Sáið - Snæfellsbær

Gaman væri að sjá Sáið verða að hlýlegu og notalegu miðbæjar torgi, afgirtu við gangstétt, gróðursett trjám og blómum, bekkir og borð, jafnvel lítil falleg tjörn, gott pláss fyrir jólatréð okkar. Það er margt hægt að gera án þess að það þurfi að vera flókið. Þetta yrði bæjarprýði fyrir okkur heimamenn sem og gesti og falleg og góð aðstaða til að slaka á og njóta í fallegu bæjarfélagi.

Points

Frábær hugmynd.Fá landslagsarkitekt eða annan fagmann til að koma með raunhæfar tillögur um uppbyggingu og útlit svæðisins , gefa íbúum tækifæri til að koma með sínar hugmyndir og síðan að að þeir fái að vera þáttakendur í vali á útliti svæðisins, og um leið að fá nýtt nafn á staðinn!

Það verður að setja Sáið í forgang, ekkert mál að gera þennan blett af bæjarpríði. Byrja á að taka pallinn og vinna svo að uppbyggingu þess. Þetta svæði er nú andlit bæjarins.

Fegrun miðbæjarins

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information