Heilsubærinn Hafnarfjörður

Heilsubærinn Hafnarfjörður

Við sem heilsubær ættum að halda áfram að byggja á því sem vel er gert eins og strandstíginn okkar sem mikið er notaður og nýju leiðina upp að Hvaleyrarvatni í stað þess að gera áætlun um að byggja hús og byrgja útsýni við miðbæinn. Höldum áfram að ýta undir samveru og útiveru og njótum þess sem Hafnarfjörður hefur upp á að bjóða af náttúrufegurð. Klárum að tengja strandstíginn um höfnina og að golfvellinum. Hlúum að þeim miðbæ sem við eigum og þeim fyrirtækjum og íbúum sem þar eru.

Points

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information