Úrbætur á skólalóð Lindaskóla

Úrbætur á skólalóð Lindaskóla

Leiktæki og öll aðstaða á lóð Lindaskóla eru orðin mjög lúin. Þar safnast líka upp gríðarlegir hálkublettir á veturna. Þarna er klárlega tækifæri til úrbóta.

Points

Kominn tími á verulegar úrbætur

Skólalóðin býður ekki upp á nægilega fjölbreytta útiveru fyrir börnin í skólanum. Auk þess skapast veruleg hætta á lóðinni vegna grjóthruns og hálkumyndunar. Hvort tveggja þarf að laga.

Lýsing á lóðinni er af mjög skornum skammti og til skammar fyrir skólalóð. Lóðinn öll orðin lúin, leiktæki gömul og illa farin og af mjög skornum skammti. Kominn tími til úrbóta.

Lóðin er orðin ansi lúin. Gaman væri að fá sambærilega lóð við Lindaskóla eins og í Salaskóla.

Kominn tími á útbætur á útisvæði Lindaskóla, sérstaklega með yngri börn í huga.

Kominn tími á verulegar úrbætur

Þarf að taka lóðina alveg í gegn. Má nefna að lóðin fyrir aftan skólann er beinlínis hættuleg en grjót hrynur úr grjótveggnum á stéttina.

Skólalóðin býður ekki upp á nægilega fjölbreytta útiveru fyrir börnin í skólanum. Auk þess skapast veruleg hætta á lóðinni vegna grjóthruns og hálkumyndunar. Hvort tveggja þarf að laga.

Lóð Lindaskóla er vel nýtt af börnum í hverfinu og mætti bæta við leiktækjum en umfram allt taka lóðina í gegn þar sem meðal annars myndast mikil slysahætta þar á veturnar vegna hálku og hægt að nýta lóðina betur með betri skipulagningu á henni.

Langt er síðan eitthvað hefur verið gert á lóð Lindaskóla og kominn tími til að gera úrbætur. Lóðin er vel nýtt af krökkunum í hverfinu - ekki bara á skólatíma, heldur er hún mikið notuð í leik eftir skóla og um helgar. Væri gaman að sjá t.d. nýjan körfuboltavöll og ný leiktæki t.d. trampólín, aparólu o.fl.

Það vantar nauðsynlega að gera úrbætur á lóðinni við Lindaskóla enda ljóst að hún má muna fífil sinn fegurri. Það eru engin rök að segja að hreystivöllurinn sé til staðar því hann er sjálfur orðinn úr sér genginn og þarf að hressa upp á hann á sama tíma. Það eru varla nokkur leitæki á þessari lóð því þarf að bæta úr.

Það þarf að taka lóðina í gegn og setja t.d. flottari leiktæki fyrir börnin. Mikið er búið að bæta lóðir Salaskóla og Smáraskóla og mætti gera hið sama fyrir lóð Lindaskóla.

Lóðin og leiktækin úr sér gengin og lítil fjölbreytni

Kominn tími á endurbætur

Þörf á úrbótum

Það er kominn tími til að koma lóð Lindaskóla í svipað horf og er hjá öðrum skólum í Kópavogi. Það er himinn og haf á milli Hörðuvallaskóla og Lindaskóla þegar litið er til aðstöðu á skólalóð. Aðstaða barna til leikja og skemmtilegrar útiveru er svo mikið betri þar en í Lindaskóla og úr því þarf að bæta.

Tími er kominn á að lóð Lindaskóli verði löguð. Það þarf að setja ný leiktæki og svo er lóðin hættuleg á veturna þegar hálka myndast. Það sama á að gilda um alla grunnskóla Kópavogs ef lóð er löguð hjá einum þá eiga úrbætur á öðrum skólum að fylgja.

Það mætti koma með aparólu og körfuboltavöll og svo leiksvæði svipað og er i Salaskóla

Skólalóðin býður ekki upp á nægilega fjölbreytta útiveru fyrir börnin í skólanum. Auk þess skapast veruleg hætta á lóðinni vegna grjóthruns og hálkumyndunar. Hvort tveggja þarf að laga.

Það er komin tími á að lóð Lindaskóla verði endurbætt til muna. Lóð Lindaskóla er mikið sótt af börnunum í hverfinu utan hefðbundins skólatíma og tala þau mikið um hvað mætti bæta hana. Líta má til lóða nágranna skólanna tveggja Salaskóla og Smáraskóla þar sem búið er að bæta þær skólalóðir.

Það er komin tími á að lóð Lindaskóla verði endurbætt til muna. Lóð Lindaskóla er mikið sótt af börnunum í hverfinu utan hefðbundins skólatíma og tala þau mikið um hvað mætti bæta hana. Líta má til lóða nágranna skólanna tveggja Salaskóla og Smáraskóla þar sem búið er að bæta þær skólalóðir.

Það vantar lýsingu, leiktæki og helst öryggismyndavélar þar sem eldri nemendur eru að hópast saman á kvöldin og stunda misgáfulega hluti í skjóli myrkurs

Lóð Lindaskóla er orðin ansi lúin og hreint hættuleg, það má algjörlega líta til nágranna skólalóðar okkar og gera endurbætur.

Þetta er orðið löngu tímabært, svo ekki sé minnst á til samanburðar við fótbolta-, körfubolta- og leiksvæði Salaskóla.

Þađ er ekki lengur bođlegt ađ hafa lóđ Lindaskóla eins og þađ er núna. Varla leiktæki sem hentar yngri krökkunum og þađ sem til er er mjög lúin. Og svo er stór hluti lóđanna slysahætta á veturinn vegna hálkuna. Úrbætur eru orđin lífsnauđsynlegt!

Eitthvað sem löngu er kominn tími á að gera. Ég skora á Kópavog að bæta leikaðstöðu með nýrri og betri tækjum.

Skólalóð Lindaskóla er frábærlega staðsett í miðju hverfi og mikið notuð af börnum á breiðu aldursbili. Lóðin hefur hins vegar setið mikið eftir ef borin saman við nærliggjandi skóla, t.d. Smára-, Sala og Hörðuvallaskóla. Eldri börn eiga það til að sækja þangað þar sem aðstaðan við Lindaskóla er ekki nógu góð. Það myndi bæta mjög þjónustuna við börnin í hverfinu ef lóðin væri löguð til í samræmi við það sem best gerist. Áfram Lindaskóli!

Smára-, Sala- og Hörðuvallaskóli eru allir komnir með nýja körfuboltavelli. Nú er röðin komin að Lindaskóla sem hefur setið allt of lengi á hakanum. Körfuboltaæfingar Breiðabliks fara að hluta til fram í Lindaskóla og því ætti að vera nútíma körfuboltavöllur á skólalóðinni.

Það er löngu orðið tímabært að endurbæta skólalóð Lindaskóla. Mikið malbik sem veldur miklum vandræðum í hálku og úr sér gengin leiktæki. Lýsingu er verulega ábótavant í og við skólalóðina.

Nemendur og starfsfólk skólans eru í stórhættu á veturna þegar hálka er því bærinn er ekki nógu duglegur að sanda og salta lóðina þegar svo stendur á. Klettarnir við hlið skólans eru hættulegir þar sem mikið af grjóti fellur þar niður og er þetta mikið notað sem leiksvæði af börnunum. Lítið úrval leiktækja er fyrir yngstu börnin í skólanum. Lóðir nágrannaskólanna t.d. Smáraskóla og Salaskóla eru mun skemmtilegri og fjölbreyttari en Lindaskólalóðin, Einnig vantar fleiri körfur fyrir körfubolta.

Algjörlega kominn tími á að taka skólalóðina í gegn. Til dæmis mætti nýta/skipuleggja stóra malbikaða planið fyrir neðan skólann betur, vantar snjóbræðslu og góðan körfuboltavöll með háar og lágar körfur. Barðið/klöppin fyrir ofan skólann þarf að laga þar sem mold, möl og grjót hefur verið notað á leiðinlegan hátt í leiki.

Allan daginn. Salaskóli er með miklu nýrri og flottari leiktæki en Lindaskóli. Það mætti bæta við klifurvegg og trampólín gryfju eins og er víða. Einnig skipta um/fríska upp á körfuboltaspjöld.

það er kominn tími á úrbætur á skólalóð Lindaskóla. Leiktækin orðin lúin og mætti einnig auka fjölbreytileikann í leiktækjum og afþreyingu fyrir börnin. Svo er lóðin hættuleg á veturna þegar það er hálka.

Nú er Breiðablik að blása til sóknar í körfubolta deild sinni. stefnir á að fara í skólana og kynna starf yngri flokka í körfubolta. Kópavogur sem er næst stærsta bæjarfélag landsins hefur verið á eftir öðrum bæjarfélögum í þessum efnum. Grunnurinn er alltaf yngri flokkar. Skólar spila þar mikið inní og aðstaða á skólalóð. Ekki þarf að kosta til miklu til að laga til aðstæður í Lindaskóla er kemur að því að gera aðstæður fyrir körfuboltaiðkun betri.

Bragð er að þá barnið finnur! Það er hreint ótrúlegt að fylgjst með því hvernig lóðin við Lindaskóla hefur verið vanrækt samanborið við lóðir skóla í hverfum við Lindahverfið. Börnin tala sjálf um þetta og spyrja hvernig þetta getur staðist. En þetta á ekki hreinlega við rök að styðjast, hvernig lóðin við Lindaskóla standi bara eftir án þess að unnið hefur verið í endurbótum. Nú er lag fyrir bæinn að bæta úr þessu og hefjast handa!

Endurnýjunnar er þörf á skólalóð Lindarskóla, sérstaklega fyrir yngsta stigið. Fá leiktæki fyrir börnin og alls ekki þannig búin að börnin fá næga örvun í sínum leik

Það er komin tími á lóð Lindaskola, mikið vesen í kringum hálku tímabil og ef horft er á Lindaskola lóð miðað við t.d sala og smaraskola þá þarf frekar mikið uppa, leiðinlegt að sjá hvernig lóðin er orðin lúin of léleg.

Vantar alveg nýja uppfærslu á öllu, samanber öðrum skólum í kring. Stórt og gott svæði sem er illa nýtt.

Mikil þörf er á úrbótum á skólalóðinni út frá öryggissjónarmiðum. Laust grjót og hálkublettir eru miklar slysagildrur. Þarna eru þreytt og lúin leiktæki sem eru ekki beinlínis hvetjandi til útivistar. Bráðnauðsynlegt er að taka svæðið til gagngerðrar endurskoðunnar.

Það er komin tími á að lóð Lindaskóla verði endurbætt til muna. Lóð Lindaskóla er mikið sótt af börnunum í hverfinu utan hefðbundins skólatíma og tala þau mikið um hvað mætti bæta hana. Líta má til lóða nágranna skólanna tveggja Salaskóla og Smáraskóla þar sem búið er að bæta þær skólalóðir.

Það þarf bæði að bæta öryggi og aðstöðu fyrir börn á skólalóð Lindaskóla. Hálkublettir myndast á stóru svæði sem skapar hættu fyrir börnin þegar þau leika sér, hvort sem er innan sem utan kennslutíma. Þá þarf að endurnýja leiktæki og aðbúnað á skólalóðinn.

Það þarf að bæta lóðina í kringum Lindaskóla. Mörg leiktæki eru orðin úr sér lúin og skapa þannig talsverða slysahættu fyrir börn. Mölina þarf að fjarlæga í kringum leiksvæðin og setja annað undirlag. Íþróttaaðstöðuna (sparkvellir og körfuboltavöllur) þarf einnig að endurbæta í takt við nýja tíma. Skoða þarf lóðina í heild sinni og færa hana í nútímalegra horf með þarfir allra nemenda í huga.

Skólalóðin er mikið notuð, bæði innan og utan skólatíma. Kominn tími á endurbætur og má í því samhengi t.d. horfa til lóða í Salaskóla, Smáraskóla og annarra skóla í nágrenninu.

Það þarf að nútímavæða þessa skólalóð. Hún er meira eins og risastórt bílaplan og slysagildra en leiksvæði barnanna í hverfinu. Það væri hægt að bæta hana með körfuboltavelli, yfirfara gervigrasvöllinn (laga mörk og fl), auka gróðurinn, setja ný leiktæki, brettagarð, aparólu og margt fl. spennandi. Röðin er komin að Lindaskóla.

Það er heldur betur komin tími á að endurbæta bæði skólalóðina og leikskólalóðina. Ég er bæði með barn í leikskólanum Núp og svo í 1 bekk Lindaskóla. Þeim finnst ekkert sérlega gaman að fara á þessa leikvelli og vilja frekar fara á aðrar leikskóla/skólalóðir t.d Salaskóla og Smaraskola. Það þarf að bæta leik kastala, bæta jarðveginn og slétta og gera þetta meira spennandi.

Það er ekki nóg að hafa bara hreystivöll. Skólalóðin þarf að vera skemmtileg og örvandi fyrir börnin. Fleiri græn svæði og leiktæki /leiksvæði sem eru örvandi og hvetja börn til að leika og hreyfa sig.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information