Miðbæjarskipulag

Miðbæjarskipulag

Fyrirliggjandi tillögur að nýjum miðbæ Hafnarfjarðar eru á algjörum villigötum. Miðbærinn er flottur eins og hann er, strandstígurinn er perla sem allir bæjarbúar njóta og það væri glæpsamlegt að loka fyrir strandlengjuna með háum byggingum. Bæjarbúar hafa ekki óskað eftir nýjum miðbæ - hvaða hagsmunum er verið að þjóna? Það sem væri til bóta fyrir íbúa bæjarins er að framlengja strandstíginn framhjá slippnum út að höfninni til að tengja miðbæinn og hafnarsvæðið saman. Og engin fleiri háhýsi.

Points

Græn svæði eru mikilvæg fyrir lýðheilsu, það eru margar rannsóknir sem hafa sýnt fram á það. Að hrúga niður háum byggingum á hvern auðan blett í miðbænum er ekki til bóta fyrir neinn. Nema verktakana sem græða. Það ætti frekar að leggja áherslu á græn svæði þar sem bæjarbúar geta notið góðviðrisdaga. Há hús varpa löngum skuggum á okkar norðlægu slóðum. Það rýrir lífsgæði íbúa svæðisins að sjá ekki til sólar fyrir háum byggingum.Thorsplan er gott dæmi um það. Fólk kýs að vera sólarmegin í lífinu.

Mæli eindregið með að starfshópur og bæjarráð kynni sér skýrslur um líklegar breytingar á sjávarstöðu við Hafnarfjörð í ljósi loftslagsbreytinga á næstu árum. Til dæmis má benda á þessa: http://www.skipulag.is/media/pdf-skjol/Haekkud-sjavarstada-a-hofudborgarsvaedinu-ahrif-og-adgerdir.pdf Fleiri liggja fyrir. Þar vaknar spurningin um hvort flæðir í miðbæinn. Ábyrgðarhluti gæti verið að áætla frekari byggingar þar. Jafnvel gæti borgað sig að stefna á að færa bæinn ofar og innar í hraunið.

Útsýnið út á fjörðinn er ómetanlegt og ber að varðveita svo allir íbúar bæjarins geti notið þess.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information