Ákæruvald Alþingis

Ákæruvald Alþingis

Embættisbrot ráðherra eru ekki eins og hver önnur lögbrot. Þau varða kjarna þess trausts sem Alþingi sýnir ráðherra með stuðningi sínum. Þess vegna er eðlilegt að Alþingi haldi ákæruvaldi – það getur líka að vissu marki verið aðhald fyrir ráðherra að vita af því. Landsdómur er hinsvegar óþarfur og má hverfa en almennir dómstólar að dæma í slíkum málum.

Points

Það er gríðarleg samtrygging til staðar innan Alþingis. Það sést m.a. nýlega í málinu hvað varðar akstursgreiðslur til þingmanna. Þrátt fyrir endurgreiðslur og viðurkenningu á að hafa sótt um og þegið fjármuni sem að umsóknaraðili hafði ekki lagalegann rétt til, athæfi sem að uppfyllir skylgreiningu fjárdráttar, hefur það ekki verið ákært né í raun ransakað frekar, mjög líklega vegna þess að athæfið hefur hingað til verið látið óáreitt þar sem það hefur verið stundað af nánast öllum þingmönnum

Það er EKKI eðlilegt að ný stjórn geti kosið að senda 1 fyrirverandi stjórnarmann fyrir Landsþing, og sleppa sínum flokksbræðrum við sömu meðferð. Málið gegn Geir sýndi það skýrlega. Annaðhvort allir eða enginn. Allt skal jafnt yfir alla ganga. Frekar að setja þetta í hendur aðila sem ekki sitja á þingi og eru ekki flokksbræður viðkomandi þingmanns. Þessir aðilar skyldu geta tekið upp mál án þess að "alþingi sendi það til þeirra" Má setja undir forseta, þó forseti siti ekki í dómnum.

Það er mikilvægt, að á hverjum tíma sé starfi dómstóll er hafi eftirlit með því að framkvæmd-avaldið fari ævinlega eftir stjórnarskrá landsins. Einnig að mikilvægt er, að kjörnir fulltrúar komi ekki nærri vali í þennan dómstól. Að hluta sé tilnefnt í hann af Hæstarétti og síðan kosið fólk í hann t.d. með fram þingkosningum.

Alþingi á alls ekki að hafa ákæruvald, það er dómstóla og alls ekki að hafa eftirlit með sjálfu sér.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information