Ísland eitt kjördæmi

Ísland eitt kjördæmi

Misjafnt atkvæðavægi er afleiðing kjördæmaskiptingarinnar og verður tæpast leiðrétt að fullu nema með því að sameina landið í eitt kjördæmi. Ákvæði um þetta á því að festa í stjórnarskrá.

Points

Grundvallaratriði.

að mismuna fólki vegna búsetu er ekki lýðræðislegt

Er ekki verið að berjast fyrir jafnrétti allstaðar

Misjafnt atkvæðavægi er afleiðing kjördæmaskiptingarinnar og verður tæpast leiðrétt að fullu nema með því að sameina landið í eitt kjördæmi. Ákvæði um þetta á því að festa í stjórnarskrá.

Við búum ekki lengur í afskekktum þorpum sem hafa lítið sem ekkert sameiginlegt né engin samskipti.

Jafnvæg atkvæði, einnig opnast möguleiki fyrir einmenningsframboð og þá jafnvel í ákveðið embætti

Réttlætismál

Suðvesturhornið verður okkar Brussel og áheyrn mannfærri byggðarlaga munu hunsð

Ég skal viðurkenna að ég hef ekki kynnt mér málið vel, en er ekki nánast tölfræðilegur ómöguleiki að einhver utan suðvesturhornsins nái kjöri til alþingis verði eitt kjördæmi að veruleika?

nú er að mestu jafnræði þíngflokka kragin og reykjavík fær nokkurnveigin sitt, ef ekki væri fyrir kjördæmið væri eitt dreifðust þíngsætin ójamt yfir landið, og flestir yrðu á stór reykjavíkursvæðinu er nokkurm staðar í heimininum . til kosníng einn maður eit athvæði . mann ekki eftir því , skildi vera ástæða fyrir því

Það er út í hött að vægi atkvæðis ráðist af búsetu. Auðvitað á landið að vera eitt kjördæmi, þar sem vægi atkvæða er jafnt!

Já þađ er eina leiđin til ađ ná fullum jöfnuđi atkvæđa.

Það er algjörlega með ólíkindum að alþingismenn taki stjórnarskrá í gíslingu sem fór í gegnuim lýðræðislegt ferli. Til þess eins að þynna út ákvæði og eyðileggja og finna þeim lægsta mögulega samnefnara á þingi. Því það er mikilvægara að sátt sé á alþingi en að vilji almennings nái fram að ganga.

Ísland á að vera eitt kjördæmi.

Til að tryggja jafnt vægi atkvæðanna

Óeðlileg að stærsti hluti landsmanna hafi minna vægi þegar valin er landsstjórn

Tími komin eins og með svo margt annað að breyta þessu landi og koma inní 21 öld.

Ísland á að vera eitt kjördæmi. Flokkar bjóði fram óröðuðum lista sem kjósendur eftir að hafa merkt við ákveðinn flokk geta svo raðað upp í þá tölu sem þingmannatalan er. Þá þarf að skerpa á fullveldisákvæði í stjórnarskránni.

ég vil hina nýju íslensku stjórnarskrá sem var samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október 2012

Ég vil að atkvæði allra Íslendinga vegi jafnt og leið til þess er trúlega að landið sé eitt kjördæmi.

Allir sem vinna á Alþingi eiga að vinna fyrir alla landsmenn, annars eru þau ekki starfi sínu vaxin

Af hverju á ég, sem bý á höfuðborgarsvæðinu að kjósa þegar ég veit að atkvæði mitt gildir þrefalt minna en úti á landi? Til hvers? Þetta ástand býður þar að auki upp á að fólk flytji búsetu sína rafrænt út á land, til að atkvæði þeirra gildi meira, og það hafa meira að segja komið upp tilfelli tengt því.

Við hljótum öll að vera jafngildir þegnar í landinu, sú lítilsvirðing sem einstaklingum er sýnd eftir búsetu í landinu í formi atkvæðavægis er bara ekki boðleg. Við hljótum að vera ein þjóð í landinu og því ástæðulaust að vera að brjóta landið upp í mörg jördæmi.

Allir landsmenn eiga að vera jafnir. Nær væri að breyta í átt að persónukjöri og að útstrikanir myndu hafa ríkara vægi.

Allir þegnar landsins skulu vera jafnir fyrir lögunum og kosningarétti. Í nútímasamfélagi er misvægi atkvæða eftir landshlutum tímaskekkja og brot á mannréttindum.

Með því að taka upp FORSETAÞINGRÆÐIS-fyrirkomulagið hér á landi eins og er í frakklandi að þá myndu völd, ábyrgð, yfirlýsingar og fjárhagsáætlanir haldast betur í hendur og allar ÁBYRÐGARLÍNUR yrðu skýrari frá A-Ö.

Vægi atkvæða verður að vera jafnt, en tryggja þarf að landsbyggðin eigi sína fulltrúa og haldi sínum áhrifum. Ef Ísland verður eitt kjördæmi munu flokkarnir vilja ná til sín atkvæðum landsbyggðarinnar og það gætu þeir gert með því að bjóða fram fulltrúa frá ýmsum landssvæðum í örugg sæti etc.

Annars geta vinstri sinnaðir græntappar komist til valda

Var fylgjandi því að landið væri eitt kjördæmi. Skipti um skoðun eftir stjórnlagaþingskosninguna, en þá hlaut kosningu frægt fólk búandi kringum tjörnina.

Nú býr stór meirihluti landsmanna á höfuðborgarsvæðinu. Stjórnmálamenn geta nú náð kjöri með því að næla sér í atkvæði sem gilda margfalt á við mitt. Oftast verður samt lítið úr öllu eða þá að þetta sem er gert gagnast helst þeim sem eiga mest í þorpinu, ekki verkamanninum

Það er afar ólýðræðislegt að vægi atkvæða sé ekki jafnt hjá þegnum landsins

Atkvæði mitt á að hafa sama vægi og atkvæði annarra íbúa á Íslandi

Auðvitað á landið að vera eitt kjördæmi. Flokkarnir eiga að dreifa sínu fólki frá mörgum stöðum landssins og í kosningum er bara gefið nr á frambjóðendur 1-10 eða fl. Þingmenn verða að vera menn til að hugsa út fyrir borgina. Mér finnst mjög skrítið að einhver hafi meira að segja með sínu atkvæði en mitt atkvæð. Í nútíma þjóðfélagi eru miðlar aðhald þings en ekki þingmenn mismunandi kjördæma.

Jafn atkvæðisréttur er ein af grundvallarforsendum lýðræðis. Löngu er tímabært, að Ísland stigi þetta mikilvæga skref til alvöru lýðræðis. Einfaldast er, að landið verði eitt kjördæmi, en önnur lausn gæti verið, að þingmannafjöldi hvers kjördæmis verði endurreiknaður fyrir hverjar kosningar, til að jafna atkvæðamagn bak við hvern þingmann. Stæsta skrefið í lýðræðisátt væri þó að afnema listakjör, og gefa kjósendum þess í stað kost á að kjósa einstaka frambjóðendur.

Atkvæði allra á að gilda jafnt.

Grundvallaratriði í lýðræðislegu ríki að vægi atkvæða sé jafnt. Engin rök um landsbyggðina geta toppað það. Það þarf aðrar leiðir til að koma til móts við áhyggjur fólks þar.

Búseta á ekki að geta aukið vægi atkvæðis í kosningum sem varða alþjóð.

Jafnt vægi atkvæða eru basic mannréttindi í lýðræðisríki

Misvægi atkvæða skapar jarðveg fyrir spillingu. Jafnt vægi atkvæða er ein af grunnstoðum heiðarlegs lýðræðis.

það er hægt að hugsa sér nokkrar aðferðir við að ákveða atkvæðavægi. Eitt er fólksfjöldi en einnig mætti miða við aðra þætti eins og t.d. landstærð, eða hvar tekjur samfélagsins verða til, eða sambland af þessum og fleiri þáttum. Það er allavega dagljóst að ekki er réttlátt aðeinfaldur mannfjöldi sé eina rétta aðferðin við þetta.

Eitt land, eitt atkvæði, þjóð sem er eins litið og við hefur ekkert að gera með kjördæmaskipan við erum eins og þorp að stærð miðað við erlendis. Allt of mikið kostnaður er hent í að vera með kjördæmaskipan og allir þessir kjörnir fulltrúar, nefndum og ráðum. Með því að gera þjóðin að eitt kjördæmi vinnast hlutir miklu betur fyrir alla, enginn tími eyddur í óþarfa þvæla alþingismanna.

eg upplifi það sem órettlæti að mitt atkvæi gildi minna en annara byggt a busetu

Vægi athvæða á að sjálfsögðu að vera jafnt áháð búsetu

Fjöldi íslendinga rúmast í einu kjördæmi.

Í raun fáránlegt að fjölmennasta svæðið hafi minna eða sama vægi og önnur svæði. Alger rökleysa að halda því fram að landsbyggðin sé í einhverri hættu ef Ísland verði eitt kjördæmi. Það hlýtur að vera hægt að huga að landsbyggðinni þó svo allir fái jafnan atkvæðisrétt.

Fyrst og fremst óska ég eftir því að öll atkvæði hafi jafnt vægi.

Eitt kjördæmi gæti verið með verri hugmyndum í íslenksum stjórnmálum. Betra væri að færa meira vald niður til kjördæmana um ákvarðanir sem eiga við kjördæmin sjálf. Alveg eins og hvernig bóndi á Vopnafirði hefur lítið um það að segja hvernig fólk í 101 lifir lífinu sínu, hefur fólk í 101 lítið um það að segja hvernig fólk á landsbyggðinni lifir sínu.

Flestir okkar þingmanna búa á stór-Reykjavíkursvæðinu. Sumir hafa málamynda búsetu annars staðar eða fast afdrep í borginni. Það er því ekki þörf á því að höfuðborgin hafi sama atkvæðavægi og aðrir. Þetta er þekkt víða. 711.000 ibuar Washington DC hafa enga öldungadeildarþingmenn. Þess þarf ekki, það er nóg að allir vinni þar. Í borgríkinu okkar skynsamlegra að landið sé tvö kjördæmi. Atvinnusvæði höfuðborgarinnar og svo hinir og mun færri íbúar á bak við þingmenn landsbyggðarinnar til jöfnunar

Kjördæmaskipan í dag er ólýðræðisleg. Hún skapar ójafnvægi milli val kjósenda í kosningum og fjölda kjörna fulltrúa. Með ójöfnu kosningarvægi milli kjördæma getur minnihluti kjósenda ná meirihluta kjörna fulltrúa á Alþingi. Kjósendur í fámennum kjördæmum geta ráðið úrslitum kosninga umfram kjósendur í fjölmennari kjördæmum. Þetta er mismunun sem er ósanngjörn í lýðræðisþjóðfélag sem er að endurskukoða og bæta stjórnarskrá Þjóðarinnar.

😋

Meginstoð lýðræðissins er að atkvæði allra vegi jafnt.

Aðalatriðið er að hér gildi 1 maður = 1 atkvæði. Það er andstætt mannréttindum að vægi atkvæða sé misjafnt eins og verið hefur hér á landi.

Hér er vitnað í Aðalheiði Ámundadóttur frá Húsavík, blaðamann á Fréttablaðinu: "Eitt stærsta vandamál íslenskra stjórnmála, fyrr og síðar, er kjördæmakerfið sem við búum við. Kjördæmakerfið gerir okkur bæði óheiðarleg og heimsk." "Stjórnmálamenn ... sérstaklega ef þeir eru í landsbyggðarkjördæmunum, þá geta þeir ekki tjáð eigin skoðun. Þeir lýsa sjálfir viðhorfum sem þeir vita að eru röng." Sjá Silfur Egils 15. þ.m. á 15. mín.: https://www.ruv.is/sjonvarp/spila/silfrid/27860?ep=89m6al

Hættan hér er að fulltrúum af landsbyggðinni fækki verulega og við það getur tapast innsýn og skilningur á þeim viðfangsefnum og hagsmunum sem skiptir fólk utan Suðversturhornsins máli.

Þetta verður til þess að þekking og reynsla landsbyggðarinnar lognast útaf. Það eru jú þingmenn af landsbyggðinni sem valdir eru á þessa lista sem kosið er um. Ef aðeins er einn listi yfir allt landið fyrir hvern flokk eiga landsbyggðar menn/konur sem ætla í frambop ekki séns vs. SV hornið að meðtöldu höfuðborgarsvæðinu.

Þegar ég sá misvægið milli fulltrúa sem buðu sig fram af höfuðborgarsvæðinu til stjórnlagaþings og þeirra fulltrúa sem komu annarstaðar frá varð skipti ég um skoðun. Kjördæmaskipting milli höfuðborgarsvæðisins og annara svæða verður að vera til svo íbúar utan suðvesturhornsins ættu einhvern möguleika á að komast að. Ef miðað er við búsetu voru íbúar utan höfuðborgarsvæðisins nánast ekki með á stjórnlagaþingi þrátt fyrir að hafa verið vel virk í framboðum og kosningaþáttöku.

Misjafnt vægi atkvæða er ekki tilkomið vegna kjördæmaskipunar heldur vegna þess að stjórnmálamenn vildu fastsetja ákveðin fjölda þingmanna í hverju kjördæmi. Í raun er sáraeinfalt að semja reglur, sem segja að hvert kjördæmi skuli fá fjölda þingmanna í samræmi við íbúafjölda sinn. Þetta er frekar einföld deiling. Brotabrotin geta svo farið í pott fyrir uppbótarþingsæti.

Einfalt. Kosningakerfið er til þess að auka vægi landsbyggðar á móti höfuðborgarsvæðinu. Í dag í allri uppbyggingu stofnana, aðgang að samgöngum, fjarskiptum, afhendingaröryggi raforku hallar verulega á landsbyggðina. Landsbyggðin blæðir vegna höfðuborgarsvæðisins. Kalla má höfuðborgarbúa og íbúa SV- horns landsins stærsta forréttindahóp Íslands. Ísland sem eitt kjördæmi hljómar vel í eyrum en gerir ekkert annað en að auka áhrif þessa forréttindahóps á kostnað íbúa landsbyggðarinnar.

Þingmenn eru fyrir þjóðina alla og eiga að miða sín störf við þá staðreynd. Þeim ber að nýta skynsemi sína til að taka bestu ákvörðun hverju sinni að vel ígrunduðu máli og hafa markmiðin á hreinu. Efla ber síðan heimastjórnir sveitarfélaga sem upplýsa þingheim ef þarf að fylgja málum eftir.

Ef landið er eitt kjödæmi kann að verða erfitt fyrir einstakling að bjóða sig fram. Stjórnmálaflokkarnir verða þá allsráðandi.

Allir kjósendur eiga að hafa sama vægi óháð búsetu. Annað er ekki rètt.

Ójafn atkvæðisréttur eykur verulega likurnar á spillingu, fyrirgreiðslupólitík og er líka mannréttindarmál.

Allir þegnar þjóðarinnar skulu vera jafnir

Landsbyggðin gleymist og legst af hraðar en lokun flugvallar í Vatnsmýrinni

Að allir hafi sama atkvæðisrétt.1maður 1 atkvæði

1maður 1 atkvæði.

Hef séð hvernig sameiningar sveitarfélaga fara með minni byggðir, öll þjónusta er gleypt í burtu í nafni hagræðingar til stærsta byggðarlagsins hin sitja eftir með færri störf og nærri enga þjónustu. Skömm af en þannig hefur þetta verið hingað til og engin merki um að þau vinnubrögð breytist með neinum hætti, því miður.

Mikilvægi landsbyggðar á Íslandi er gríðarlegt fyrir efnahag og velferð Íslendinga. Ef landið yrði eitt kjördæmi, hefði landsbyggðin samanlagt um þriðjung atkvæða. Það leiðir óhjákvæmilega til þess að þeirra mál verði ekki rædd og afgreidd og fólk flýi landsbyggðina í enn meira mæli. Það hefur skaðleg áhrif fyrir þjóðina alla. Því skal landið vera áfram kjördæmaskipt.

Ísland á að vera eitt kjördæmi, við höfum ekkert að gera með að skipta þessu upp í smærri einingar þarf sem sumir ná engu fram. Við þurfum að standa saman sem eina einingu.

Einn kjósandi = eitt atkvæði. Misjafnt atkvæðavægi er afleiðing kjördæmaskiptingarinnar og verður tæpast leiðrétt að fullu nema með því að sameina landið í eitt kjördæmi. Ákvæði um þetta á því að festa í stjórnarskrá.

Við íslendingar erum þjóð. Þjóðin velur hóp manna til þess að stýra rekstri þjóðarinnar. Það gerist með setningu laga. Alþingi velur ríkisstjórn. Hún stýrir framkvæmdum á vegum Alþingis. Jöfnuður á áhrifum við val í kosningum því eðlilegt jafnrétti.

Núverandi skipulag er eina byggðaáætlunin sem virkar. Það verður að hafa t.d. 9 þingmenn í norðaustur til að berjast fyrir hagsmunum þess landshluta.

Mikil hætta á því að frambjóðendur utan af landi nái ekki kjör þannig að mörg atkvæði detti dauð niður. Mikil hætta á að einungis frægir og þekktir úr Reykjavík nái einungis kjöri og mun því leiða til lýðræðishalla í samfélaginu.

Því aðeins verður misjafnt vægi atkvæða íbúa landsins leiðrétt að landið verði gert að einu kjördæmi. Allir eiga að hafa sama rétt til að velja fulltrúa sinn til setu á Alþingi þ.e. einn maður eitt atkvæði.

Þingheimur virðist ekki alveg vera með hlutina á hreinu gagnvart landsbyggðinni og ekki yrði það betra ef þingmönnum landsbyggðarinnar yrði fækkað

Já vil eitt kjördæmi þá höfum við val um hvern við veljum á þing .. með einstakling kosningu .. getum við það fólk sem við viljum að standi í brúnni .. og teljum að við getum treyst...

Einn maður eitt atkvæði, allt annað er brot á jafnræðisreglu!

Engin

Ef á að halda allra núverandi byggð áfram þurfa að koma ákvæði um það, hvernig það á að framkvæmast er annað mál. Það gerist örugglega ekki með jöfnu vægi atkvæða.

Það er ekki skynsamlegt þar sem þá hefði höfuðborgarsvæðið úrslitavald í öllum málum sem jafnvel skipta landsbyggðina öllu máli. Það yrði í raun einræði höfuðborgarinnar yfir landsbyggðinni.

Það eru engin haldbær rök á móti jöfnum atkvæðisrétti allra kjósenda nema rök sérhagsmuna.

Eitt atkvæði á mann

Við eigum öll að vera jöfn.

Vegna þess hvað byggðarmynstrið er óeðlilegt á Íslandi; stærstur hluti þjóðarinnar býr á tiltölulega litlu svæði en mjög lítill hluti dreifist um mjög víðfemt svæði þarf að tryggja að ákveðið hlutfall þingmanna hafi sérstaka tengingu við strjálbýlu svæðin.

Við lifum í samfélagi fellar mínir við lifum í samfélagi

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information