Athugasemd við fyrirliggjandi drög

Athugasemd við fyrirliggjandi drög

Í miðbæ Hafnarfjarðar eru fyrirtæki og þjónustueiningar, bankar og dómstóll sem þurfa bílastæði. Því tel ég fráleitt að byggja fleiri húsnæði þar í kring og þar á meðal hótel á kostnað sjávargöngustígsins og bifreiðastæða. Og væri þessi arfaslæma hugmynd síst til þess fallin að auka aðsókn í miðbæ Hafnarfjarðar og þvert á móti breyta honum í eitt úthverfið í viðbót.

Points

Miðbær Hafnarfjarðar hefur sinn sjarma þar sem í honum eru eldri hús og róleg stemning. Rætt er um að næg bílastæði séu og göngustígurinn við sjóinn fallegur. Auðvelt er að horfa til nágrannasveitarfélagsins Reykjavík og sjá hvað ,,þétting" byggðar í miðbænum hefur haft slæm áhrif.

Er á móti þessari tillögu þvi þarna er svo yndislegt að keyra ,ganga eða hjóla og horfa yfir fjörðinn okkar. Að byrgja svona sýn á hann finnst mér algjör fjarstæða. Einmitt svo fallegt að hafa hann svona opinn. Og þetta með bílastæðin er ekki gott, margir sem ekki geta hugsa sér að leggja í bílakjallara og geta ekki gengið langar leiðir.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information