Hægja á umferð og gera svæðið fallegra

Hægja á umferð og gera svæðið fallegra

Ég bý á Strandgötu 85 og umferðin getur verið allt of hröð þar framhjá. Langt yfir hámarkshraða. Það skapar hættu. Svo þegar göngustígurinn var gerður meðfram sjónum þá stoppar hann og beinir fólki yfir götuna þar sem pizzan er. Ég mæli með að klára hann alveg þannig að hann liggi upp að krónunni og gera það svæði, meðfram íshúsinu fallegra.

Points

Það myndi skapa meira öryggi að hægja á umferð og líka óþarfi að fara yfir götuna þarna til að halda áfram því göngustígurinn ætti að vera fram hjá íshúsinu. Fólk í götunni er að bakka úr bílastæðum og fólk hjólar þarna framhjá á racer hjólum sem fara mjög hratt. Ég hef oft verið nálægt því að bakka á einhvern sem kemur á miklum hraða.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information