Þjóðaratkvæðagreiðslur um umdeilda löggjöf

Þjóðaratkvæðagreiðslur um umdeilda löggjöf

Stjórnarskráin á að gera almennum borgurum kleift að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslu um lög sem þingið hefur afgreitt. Stjórnvöldum á að vera skylt að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu ef tiltekið hlutfall kosningabærs fólks – til dæmis 10% – skrifar undir slíka kröfu og lögin að falla úr gildi ef meirihluti þeirra sem taka þátt í atkvæðagreiðslunni hafnar lögunum.

Points

Styrkir lýðræðið

Þetta er svo sjálfsagt.

það að þjóðin geti mótmælt aðgerðum stjórnvalda heitir líðræði

Í þessu gæti falist visst aðhald fyrir þingið, þ.e. ef mikill ágreiningur er um tiltekið lagafrumvarp gæti yfirvofandi höfnun í þjóðaratkvæðagreiðslu haft þau áhrif að þingið legði sig betur fram um að vinna í málamiðlunarátt. Bent hefur verið á að slík „dýnamík“ sé að verki í störfum svissneska þingsins.

Reyndar vil að taka upp forsetaþingræði hér á landi þannig að forseti Íslands myndi þá leggja sf stað með stefnuar í öllum stóru málunum og þyrfti að standa eða falla með öllum málum en sé ekki bara skrautfjöður sem að dvelur í fílabeinsturni. Ég hef ekkert á móti þjóðaratkvæðagreiðslum og þær mættu þess vegna vera opinberar með því að vera með MEÐ /Á MÓTI -lista tengt stærstu málunum hverju sinni.

Í núgildandi stjórnarskrá er þessi réttur hjá forsetanum. Þetta eru leifar frá fyrri tíma þegar konungur hafði þetta vald. Almenningur gat biðlað til konungs um að hlutast til um það sem stjórnvöld voru að gera. Í lýðræðisríki ætti rétturinn til þess að kalla fram þjóðaratkvæðagreiðslu ekki að vera háður geðþótta konungs eða forseta.

Það fer eftir eðli málsins.

Ég er örlítið hrædd við múgæsingu, sbr. Icesafe. Sum mál eru þess eðlis að við þurfum leiðsögn. Ég hefði t.d. kosið með þriðja orkupakkanum þó að málið sé mér hulið að verulegu leiti.

já að sjálfsögðu.

Að sjálfsögðu á þjóðin að geta krafist þjóðaratkvæðagreiðslu, það á ekki að vera í höndum á nokkum aðilum sem sitja á alþingi að ráðstafa og hagræða að eigin vild. Við eigum landið og við eigum að geta sameinast um að sjá til þess að allt fari að besta vegi fyrir þegnar þessa lands. Klíkustarfsemi á ekki að eiga sér stað sem vill oft vera innan alþingi íslenda. Þjóðaratkvæðagreiðslu ætta að geta stemmt stigum við því.

ég vil hina nýju íslensku stjórnarskrá sem var samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október 2012

Frumvarp Stjórnlagaráðs gerir ráð fyrir þessu fyrirkomulagi og tek ég undir það. Nánar "65. gr. Málskot til þjóðarinnar. Tíu af hundraði kjósenda geta krafist þjóðaratkvæðis um lög sem Alþingi hefur samþykkt." Þetta fyrirkomulag fékk stuðning um 3/4 hluta kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs 2012.

Frá sjónarmiði lýðræðis er nauðsynlegt að til sé sú leið að vísa lögum í þjóðaratkvæðagreiðslu en ekki er eðlilegt að vald til þess sé háð geðþótta forseta. Til þess að hann geti tekið slíka ákvöðrðun ætti annað hvort tiltekið lágmark þingmanna td. 40% að krefjast þess eða tiltekið hlutfall kjósenda td. 15-20% að skrifa undir slíka kröfu.

Í mikilvægum málum og svo lengi sem fólki gefst næg tækifæri tilal afla sér uppllýsinga er ekkert eðlilega en að letfa þjóðina að kjósa. Það er eðli lýræðis.

Ætlar ríkisstjórn Íslands að gera eitthvað fyrir fólk án kosningaréttar?

Þjóðin á að getað sagt sína skoðun á umdeildum málum

Íbúðir eru mjög dýrar, ég á með manni mínum eftir 55 ár. Og núll möguleiki fyrir eigin íbúð. Ég er að biðja um íbúð fyrir eldri.

Auðvitað ætti þjóðinn öll réttin að geta kosið um svona mál

Ég er alveg sammála að því tilliti að ef næg kosningaþátttaka fáist þá megi fella úr gildi lög. 10-20 þúsunds manns er að mínu tilliti næg kosningaþátttaka um ein lög. Því það fást ekki margir til að lesa lagabókstaf sem eru ekki lögfræðingar. Stjórnarskráin á að vera skrifuð á mannamáli, lögin eiga að vera skýrari fyrir hvern tíma fyrir sig

Ég vil, að þau drög að nýrri stjórnarskrá, sem samin var af þjóðinni, á árunum 2009-2012 , verði lögð til grundvallar að nýrri stjórnarskrá Íslands. Þar er 65.grein, sem fjallar um þjóðaratkvæðisgreiðslur mjög skýr. Stjórnarskrá lýðveldis á að vera einföld og skýr, engin grá svæði.

Viđ höfum valiđ okkur fulltrúaræđi međ varnagla hjá forseta og kosningum á 4ura ára fresti. Þađ tel ég vera gott fyrirkomulag.

Það er ekkert eðlilegra en að þjóð geti tekið framfyrir hendur þingmanna sé í lagi þegar þingmenn og eða ráðherrar hlusta ekki á þjóðina

Í núgildandi stjórnarskrá er þessi réttur hjá forsetanum. Þetta eru leifar frá fyrri tíma þegar konungur hafði þetta vald. Almenningur gat biðlað til konungs um að hlutast til um það sem stjórnvöld voru að gera. Í lýðræðisríki ætti rétturinn til þess að kalla fram þjóðaratkvæðagreiðslu ekki að vera háður geðþótta konungs eða forseta. Í þessu gæti falist visst aðhald fyrir þingið, þ.e. ef mikill ágreiningur er um tiltekið lagafrumvarp gæti yfirvofandi höfnun í þjóðaratkvæðagreiðslu haft þau áhrif

Já, þo svo að hér sé lýðræði er langt í frá að þjóðin geti treyst Alþingi, (ákæruvaldi og dómsstólum.) Það mætti t.d. hugsa sér að þjóðaratkvæðagreiðsla gæti sýknað sakborninga, ala Guðmundar og Geirfinnsmál, en pólitísk öfl komu þeim í fanglesi og vörnuðu þeim sýknu í áratugi.

Almenningur á að geta tekið málin í sínar hendur þegar þingmenn hlusta ekki á vilja þeirra

Verður misnotað í pólitískum tilgangi.

Þeir sem byggja landið, kjósa sína fulltrúa á þing eiga að hafa rétt til hafa áhrif.

Mitt mat á kostningum er eins og að taka þátt í lottó, loforð eru gefin og líkurnar á því að þau yrðu "unnin" eru ólíkleg, kanski fær maður nokkrar "krónur" til að sætta sig við. Og oft virðist fólk halda með flokkum eins og fótboltaliðum... Ég er viss um að hafa þessa skoðun ekki ein. Að sjálfsögðu ætti þjóðin að eiga rödd innan stjórnar.

Sjálfsagt..líðræði..val.. meiribluti ræpur.. eitt er að vera kosin i flokki..en alltaf er hægt að misnota valdið

með hártogunum hafa ráðamenn eyðilagt núverandi stjórnarskrá

Við eigum að geta gripið í taumana ef þeir sem þjóðin velur notfærir sér völd sín til að styrkja sína eða fjölskidu stöðu á kostnað þjóðarinnar

Ja að sjalfsögðu ætti að vera þjoðaratkvæðagreiðsla í boði

Á síðustu árum hefur komið fram ný tækni til að safna upplýsingum um einstaklinga og nota þær í áróðursstríði. Popúlistar, studdir af einræðisöflum, hafa notfært sér þetta á liðnum árum, þjóðum til skaða. Þetta er einörð atlaga að lýðræði og gerir m.a. þjóðaratkvæðagreiðslur varhugaverðar meðan þetta viðgengst. Lágur þröskuldur, eins og að um 10% þurfi til að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslu væri að afhenda popúlistum dagskrárvald í þjóðfélaginu. Hér þarf að stíga varlega til jarðar.

Þjóðin á að getað sagt sína skoðun á umdeildum málum

Losar forseta undan ma ásökunum um geðþótta

Sjálfsögð mannréttindi.

Þar sem þingmenn ljúga öllu sem þeir geta til að vera kosnir á þing, og standa svo ekki við nein kostningar loforð og jafnvel fara gegn vilja þjóðarinar þá tel ég nauðsynlegt að þjóðin geti krafist þess að fá allavega að kjósa um lög sem taka gildi í landinu enda erum það við almenningur sem þarf þá að fylgja þeim lögum.

Að geta sett mál í þjóðaratkvæði gefur kjörnum fulltrúum okkar mikið aðhald og getur breytt stjórnmálum til hins betra

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information